Fyrsti apríl :)

Frábær frétt í Vísi!

FÓRNUÐU ÚLFALDA OG GÁFU KJÖTIÐ

„Samkvæmt arabískum hefðum verndar blóð úr úlföldum helga staði fyrir óvinveittum öflum,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að mosku Félags múslima í Sogamýri við sólarupprás í gær. Við það tækifæri var fórnað úlfalda sem félagið fékk sérstaka undanþágu til að flytja til landsins.

Auk tólf meðlima úr æðsta ráði Félags múslima voru fulltrúar frá yfirdýralækni og Matvælastofnun viðstaddir athöfnina sem var hátíðleg og látlaus í senn. Ali Hassan Abd al-Majid al-Tikriti, verkstjóri í sláturhúsi Kaupfélags Skagafjarðar, aðstoðaði Sverri við að skera dýrið.

Skepnan er, að sögn Sverris, gjöf frá Salman bin Abdulaziz al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Salman hafi einnig borgað fyrir flutninginn og eina og hálfa milljón króna að auki í innflutningsgjöld.

Sverrir segir að samkvæmt venjum við athafnir þar sem jörð sé helguð fyrir bænahús sé kjöt fórnardýrsins gefið út til samfélagsins.

„Fiskikóngurinn á Sogavegi tók góðfúslega að sér fyrir okkur að verka kjötið og mun afhenda þeim sem vilja endurgjaldslaust í dag. Þetta var ungt dýr og kjötið ætti því að vera meyrt. Það hentar auðvitað best í ýmsa austurlenska rétti,“ segir Sverrir Agnarsson.

Fiskikóngurinn opnar klukkan sjö á virkum dögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Wilhelm.

Sá sem skrifaði fréttina veit greinilega ekki
hvað orðið fórn og sögnin að fórna þó sér í lagi merkir
og úr verður þessi súrrealíski bastarður; þverstæða.

Húsari. (IP-tala skráð) 1.4.2015 kl. 21:29

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Mér fannst þessi 1. apríl-gabb frétt frábær. En því miður var ég ekki nógu dugleg við að nýta hana varðandi innkaup fjölskyldunnar. Það var á döfinni að kaupa fiskrétt í Fiskikónginum og ség sagði viðkomandi "athugaðu líka hvort þú getur fengið ókeypis úlvaldakjöt í leiðinni." Viðkomandi glotti. Ég var ekki nógu hörðö við að biðja viðkomandi að spyrja t.d.: "er eitthvað eftir af gefins úlvaldakjötinu hjá ykkur?" Bara svona til að halda húmörnum gangandi.

Ég fær að frétta það á morgun, hvernig stemningin var í Fiskikónginum daginn fyrir Skírdag.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 2.4.2015 kl. 00:49

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Húsari og Ingibjörg.

Wilhelm Emilsson, 4.4.2015 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband