Einkamál
21.4.2015 | 03:14
Kannski er ég voðalega gamaldags, en mér finnst að svona mál séu einkamál. Mér finnst að fólk sé sett í óþægilega aðstöðu þegar jafn öflugur fjölmiðill og Morgunblaðið hringir í manneskju og spyr hana hvort hún sé að hitta aðra manneskju. Hvernig væri að leyfa fólki að njóta friðhelgi einkalífsins? Eða er það hugtak kannski orðið algerlega úrelt?
![]() |
Hildur og Ólafur Stephensen að hittast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þau þessi, eru nú eldri en tvævetur, og vissu um leið og þau settu uppí sig fyrsta munnbitann af mat á veitingastað með kertaljós á milli sín og léttvínsflösku innan seilingar, að það kæmi smádálkur um þetta fyrr eða síðar.
Og er það ekki allt í lagi? Við þurfum fleiri fréttir af því þegar fólk hrífst af hvert öðru - svona til að vega upp á móti fréttum af óvild fólks hvað í annars garð. Sem nóg er af.
jon (IP-tala skráð) 21.4.2015 kl. 09:17
Takk fyrir að líta við, jon. Sitt sýnist hverjum :)
Wilhelm Emilsson, 22.4.2015 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.