Bjór
9.7.2015 | 20:08
Ég man þegar bjór var bannaður á Íslandi. Það var alltaf svolítið erfitt að skýra bannið fyrir útlendingum. "Ha," sögðu þeir. "Þið megið drekka vín og vodka en ekki bjór?" Þótt maður væri á móti banninu var maður svo meðvirkur að maður skyldi rökin fyrir banninu og reyndi að útskýra málið. "Já, sko, vegna þess að við erum ekki með bjór þá detta flestir bara í það um helgar. En ef við fengjum að drekka bjór þá myndu svo margir gerast dagdrykkjumenn og drekka í vinnunni líka. Þá yrðum við eins og Danir." Útlendar hristu yfirleitt bara hausinn og brostu út í annað.
Kynna íslenskan bjór í Lundúnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Segðu sannleikann, það voru kerlingar sem voru á móti bjórnum.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 10.7.2015 kl. 01:54
Ég hef nú ekki heyrt þessa kenningu áður.
Wilhelm Emilsson, 10.7.2015 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.