Boð og bönn

Könnunin var gerð á vegum tveggja kvenkyns prófessora. Verður ekki að setja kynjakvóta á það?

Svo segir í greininni: "Að lok­um sagðist Heiða ekki vera hlynnt því að fara fram með boðum og bönn­um þrátt fyr­ir að hún teldi hluti eins og kynja­kvóta í stjórn­um fyr­ir­tækja vera mik­il­vægt skref . . ." Hún getur ekki bæði verið á móti boðum og bönnum og boða á sama tíma kynjakvóta.


mbl.is „Langar til að öskra á feðraveldið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kallast það ekki "jákvæð" mismunun?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.11.2015 kl. 06:36

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já eða "sértækar aðgerðir" kannski? Hér er dæmi um það sem er í gangi. Þetta er skilgreiningar frá Jafnréttisstofu:

Mismunun vegna kyns (e. discrimination) 

Slík mismunun getur verið bein eða óbein. Samkvæmt 2. grein jafnréttislaga nr. 10/2008 á sér stað er bein mismunun þegar einstaklingur fær óhagstæðari meðferð en annar af gagnstæðu kyni við sambærilegar aðstæður. 

Þetta er semsagt rangt. 

En svo kemur þetta: 


Sértækar aðgerðir (e. affirmative action) 
Í 2. grein jafnréttislaga nr. 10/2008 eru sértækar aðgerðir skilgreindar sem sérstakar tímabundnar aðgerðir sem ætlað er að bæta stöðu eða auka möguleika kvenna eða karla í því skyni að koma á jafnri stöðu kynjanna á ákveðnu sviði þar sem á annað kynið hallar. Þar getur þurft tímabundið að veita öðru kyninu forgang til að ná jafnvægi. Þorgerður Einarsdóttir skilgreinir hugtakið í Morgunblaðinu, 27. ágúst 2004. "Meginreglur íslensku laganna hafa verið skýrðar þannig að þegar val stendur milli tveggja JAFNHÆFRA einstaklinga skuli veita starfið einstaklingi af því kyni sem er í minnihluta. Enginn afsláttur er því gefinn í samkeppni um hæfni. Þetta má kalla forgangsreglu jafnréttislaganna. Þessi túlkun er viðtekin og þykir sjálfsögð og eðlileg leið til að leiðrétta kynjahlutföll í nútímasamfélögum." Sértækar aðgerðir eru ekki það sama og jákvæð mismunun. 

Þetta er augljós mismunun vegna kyns samkvæmt fyrri skilgreiningu, en er samt í lagi, einhverra hluta vegna.

Wilhelm Emilsson, 13.11.2015 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband