Fórnarlambið
12.11.2015 | 00:35
Ah, svo Breivik er fórnarlamb. Að umboðsmaður norska þingsins skuli tala svona sýnir á hvers konar villugötur pólitískur réttrúnaður getur leitt einstaklinga og þjóðfélög.
Hætta á ómannúðlegri meðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert sem sagt á sömu línu og Breivik í umgengni við þá sem manni líkar ekki við. Að þér beri engin skylda til að vera manneskja við fólk nema viðkomandi hafi til þess heiðurs unnið. Pólitískur réttrúnaður getur pirrað siðblinda.
Vagn (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 01:02
Vagn Góða fólksins er furðulegt fyrirbæri í þessum littla heimi. Því miður þá var þessi óþverri ekki í Texas þegar hann slátraði tugi ungmenna.
Svo kvartar þetta ómenni yfir að fá að lifa, hvað með alla þá sem hann slátraði? Ekki bara fengu þau ekki að lifa, heldur eyðilagði þetta vesalmenni fjöldan allan af fjölskyldum.
Góða Fólkið eins og Vagn hefur áhyggjur af því hvort þessi fjöldamorðingi þarf að éta (dýr éta fólk borðar) eins sinns liðs.
Hvernig væri að Vagn Góði byði Norðmönnum að hann vilji vera setur í klefa með þessu óarga Dýri næstu 20 árin. Það er ekki eins og viðbjóðurinn þurfi að vera lokaður inni allt hans líf, nei hann kemur út eftir 20 ár og getur gert samskonar verknað aftur.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 12.11.2015 kl. 03:07
Sammála þér, Wilhelm. Og Jóhann bendir hér á staðreyndir um kvikindið, sem ætti að vera sett í gamaldags gapastokk a.m.k. í klukkustund í viku hverri, þar til hann iðrast glæpa sinna, en það hefur hann enn ekki gert.
Jón Valur Jensson, 12.11.2015 kl. 03:50
Vagn, ég nenni ekki að benda á allar rökvillurnar í þessari athugasemd þinni. En takk fyrir komuna.
Wilhelm Emilsson, 12.11.2015 kl. 06:42
Takk fyrir að líta við, Jóhann og Jón Valur.
Wilhelm Emilsson, 12.11.2015 kl. 06:43
Refsigleði og hefnigirni Íslendinga á sér lítil takmörk. Löngunin í pyntingar og opinberar aftökur svo sterk í þjóðarsálinni að Ísisliðar roðna. Ákærðir menn flýja land til að forðast aflimanir. Og mörgum finnast lög, dómstólar og mannréttindi aðeins vera til trafala. En hvað mundi Jesú gera?
Jós.T. (IP-tala skráð) 12.11.2015 kl. 12:15
Skiptir það einhverju máli hvað Jesú mundi gera, ertu Jesúbarn Jós. T?
Hver er fíkniefnasali þinn Jós.T? Hann er með ágætis efni til sölu.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 12.11.2015 kl. 14:35
Jós. T, ef einhver myndi ákveða að myrða þig og framkvæma það fengi viðkomandi 16 ára dóm og væri kominn út eftir 8 til 11 ár, eftir því sem ég fæ best skilið. Finnst þér það dæmi um refsigleði? Ég bara spyr.
Wilhelm Emilsson, 12.11.2015 kl. 19:41
og framkvæmdi það, átti þetta að vera.
Wilhelm Emilsson, 12.11.2015 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.