Bannað
24.11.2015 | 02:20
Skildi vera til undirskriftalisti gegn fáránlegum undirskriftalistum? Kannski kominn tími á það.
Hvað vilja þeir sem standa fyrir þessu lista? Ef banna á að ákveðinn hópur sé sýndur í "neikvæðu ljósi" þá er náttúrulega langöruggast að banna gamanmyndir--og allt glens og grín, svona til að það sé alveg víst að enginn móðgist.
Þeir sem standa fyrir listanum vilja frelsi til að boða að gamanmynd sé sniðgengin en vilja ekki að þeir sem búa til myndina hafi tjáninga- og skoðanafrelsi. Týpískt! :)
Fólk hvatt til að sniðganga Zoolander 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú virðist ekki átta þig á muninum á því að sniðganga og að banna.
Örn (IP-tala skráð) 24.11.2015 kl. 11:03
Takk fyrir að líta við, Örn.
Heldurðu ekki að þeir sem standa fyrir listanum myndu ekki banna þessa "neikvæðu staðalímynd" ef þeir gætu?
Wilhelm Emilsson, 24.11.2015 kl. 19:56
Spot on kæri vinur. Hvernig boðar maður annars umburðurlyndi með ritskoðun og skoðanakúgun? Smá pæling
Herbert (IP-tala skráð) 24.11.2015 kl. 23:38
Takk fyrir að líta við, Herbert :)
Wilhelm Emilsson, 25.11.2015 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.