Hundalíf
11.12.2015 | 23:46
Gott að Viðar og Sveinn fengu hundinn sinn aftur, en það eru einfaldar ástæður fyrir því að hundar eiga ekki að vera í bönkum. Svarið er ekki bara "af því bara" eins og Viðar veit eflaust vel. Margir viðskiptavinir yrðu hundóánægðir með það, t.d. þeir sem eru hræddir við hunda eða kæra sig einfaldlega ekki við ónæðið sem þeim fylgir.
Öryggisvörður bjargaði Drakúla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru nú þegar ansi mikið af hundum í samfélaginu utandyra með eigendum. Eiga þeir sem eru hræddir við hunda semsagt að halda sig innandyra héðan í frá?
Það mætti halda að það væri verið að stinga upp á einhverskonar kaos þar sem hundar yrðu leifðir í lausagöngu inn í bönkum.
Þarf nú ekki að líta langt, t.d. á allar aðrar norrænar þjóðir til að sjá að reglur varðandi hunda í almenningssamgöngum og á almannafæri, inn í verslunum o.s.frv. eru allt of strangar hérlendis!
Jón (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 00:54
Takk fyrir að líta við, Jón. Það er ansi mikið af hundum utandyra og þeir valda oft ónæði og hræða og bíta fólk. Þeir sem kunna ekki að meta þetta þurfa að sætta sig við það. Mér finnst það ekki sanngjarnt, en svona er þetta. Á móti kemur að hundaeigendur verða að sætta sig við núgildandi reglur. Ég væri alveg til í að það yrði kosið um hundahald.
Það er þín skoðun að reglur séu of strangar á Íslandi. Ég skil þá skoðnun, en er ósammála.
Wilhelm Emilsson, 12.12.2015 kl. 01:02
Ég mun ekki skipa við banka sem leyfðu hunda. Það er nýbúð að hundhreinsa þá. Þá myndi styttist i að þeir vaði inn í kattaathvarfið. Alveg eins mætti leyfa sauðfé... Sem betur ver erum við ekki farin að apa alla vitleysu eftir ESB. Hvvvvææææææææss!
Kisi (IP-tala skráð) 12.12.2015 kl. 14:10
Takk fyrir að líta við, Kisi :)
Wilhelm Emilsson, 13.12.2015 kl. 04:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.