Biblían

Ég geri þetta líka stundum, þó ég kalli það ekki að "bora fingrum í Biblíuna." Ég fann þetta:

Þá sagði Sál við skjaldsvein sinn: "Bregð þú sverði þínu og legg mig í gegn með því, svo að óumskornir menn þessir komi ekki og fari háðulega með mig." En skjaldsveinninn vildi ekki gjöra það, því að hann var mjög hræddur. Þá tók Sál sverðið og lét fallast á það. Og er skjaldsveinninn sá, að Sál var dauður, þá lét hann og fallast á sverð sitt og dó.

Ég ákvað að bjóða mig ekki fram til forseta.

Bessastaðir


mbl.is Sótti svarið í Biblíuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var skynsamlegt af þér Wilhelm að hætta við framboð. Það er auðvitað fyrirfram vonlaust að keppa við frambjóðanda sem mætir til leiks með Guð sjálfan sem kosningastjóra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2016 kl. 20:42

2 identicon

Hver heldur að þú sért að vera að hæðast af henni vegna trúar hennar?

Þessi kona hefur helgað líf sitt að hjálpa þeim sem minni mega segja sín, gert svo miklu meira að hjálpa öðrum á síðustu áratugum og bætt líf fleirri til hins betra en þú munt nokkurn tíma gera á ævi þinni.

Líttu í eigin barm, gott að þú býður þig ekki fram sem forseta. Hvað hefur þú gert til að hjálpa öðrum og bæta samfélagið?

Leitt hvað þú ert plagaður af fordómum, að þú ert tilbúinn til að útiloka hana vegna trúarskoðanna hennar og ekki sjá hvað hún hefur fram á að færa

Jón Stefánsson (IP-tala skráð) 22.3.2016 kl. 22:58

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Axel Jóhann og Jón.

Þarna ertu fullfljótur að dæma mig, Jón. Ég er að gera góðlátlegt grín að sjálfum mér. En ég er ekkert að erfa þetta við þig.

Wilhelm Emilsson, 23.3.2016 kl. 05:54

4 identicon

Sæll Wilhelm.

Orðið 'bibliomancy' er notað yfir þetta
og vísar til þess að leita svara og þá
aðallega í Biblíunni við knýjandi spurningum.

Seinni hluti orðs '-mancy' vísar til aðferðar
við spá eða spásögn en fyrri hluti hvert viðfangið er.

Því miður reyndist eldsofninn standa mér næstur og
skjót og greið leið til helvítis þegar ég fór að
athuga málið hvað sjálfan mig varðar;
ekkert forsetaframboð þar(!)

Húsari. (IP-tala skráð) 23.3.2016 kl. 13:14

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ha ha. Bibliomancy. Gott orð sem lýsir þessu alveg. Já, við bjóðum okkur ekki fram í þetta sinn. En okkar tími mun kannski koma! :)

Wilhelm Emilsson, 23.3.2016 kl. 17:37

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég ákvað líka að bjóða mig ekki fram núna þó ég hafi verið beðin um slíkt.  Best að láta öðrum eftir þá upphefð.  kiss

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2016 kl. 19:18

7 identicon

Sæll Wilhelm.

Ólafur Ragnar snýr aftur og framboðsraunir þar með úr sögunni.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.3.2016 kl. 21:26

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að  líta við, Ásthildur og Húsari.

Ólafur Ragnar er eins og Guli skugginn. Hann snýr alltaf aftur, Húsari.

Wilhelm Emilsson, 23.3.2016 kl. 21:41

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það skyldi þó aldrei vera að hann yrði margbeðinn um að gefa kost á sér önnur fjögur ár.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2016 kl. 23:08

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ásthildur, það kæmi mér ekki á óvart.

Wilhelm Emilsson, 23.3.2016 kl. 23:15

11 identicon

Fyrsti forseti Íslands var þingkjörinn til tveggja ára, eftir þann valdatíma átti þingkjörinn forseti að stíga af valdastóli og alþingi að boða til kosninga.

En ekki að þingkjörinn forseti sæti áfram, vegna þess að engin " mótframbjóðandi" gæfi sig fram.

Ekkert mátti ógna höfðingjavaldinu sem í dag kallast ráðherravaldið.

Ráðherravald sem í dag hefur einvald um samninga eins og TISA, án þess að þjóðkjörið löggjafarvaldið alþingi íslendinga hafi eitthvað um það að segja.

Hvað hefði Vilhjálmur frá Skálholti ort?

Hefði "fávitavæðing" verið eitt orð í ljóði hans?

L. (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 04:20

12 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, það væri gaman að heyra hvað Vilhjálmur frá Skáholti hefði ort um nútímann. 

Wilhelm Emilsson, 29.3.2016 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband