Framsókn fyrir framtíðina

Ef Framsóknarflokkurinn vill eiga sér framtíð þarf hann að kjósa Sigurð Inga sem formann og Lilju Dögg sem varaformann. 


mbl.is Lilja íhugar varaformanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki veit ég hvar í flokki þú ert Wilhelm, eða hvort þú ert flokksbundinn yfirleitt.

Þetta mat þitt á hvort Framsókn lifi haustið af eða ekki, er þó kolröng hjá þér. Það liggur ljóst fyrir að ef undanlátsfólkið og lyddurnar, sem nú herja á að komast til valda í flokknum, tekst ætlunarverk sitt, mun þessi flokkur ekki lifa af 100 ára afmæli sitt.

Það mátti ekki miklu muna að flokkurinn þurkaðist út á þeim tíma er hrunið dundi á þjóðinni og víst að ef sama fólk og þá réði flokknum kemst aftur til valda, mun endalok þessa nærri aldar gamla stjórnmálaflokks verða taldir.

Gunnar Heiðarsson, 15.9.2016 kl. 03:47

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

"munu dagar" átti auðvitað að standa í síðustu setningunni.

Gunnar Heiðarsson, 15.9.2016 kl. 03:49

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir hressilegt innlegg, Gunnar. Við sjáum hvað setur. 

Wilhelm Emilsson, 15.9.2016 kl. 05:15

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að menn þurfi ekki Gunnar, að vera einhverstaðar í flokk settir til að gera sér grein fyrir að það er engin framtíð í SDG, úr því sem komið er.

Mitt mat er Wilhelm, að ekki sé heldur milil framtíð í Sigurðurði Inga, hann er bara lítt til forystu fallin. Hann kann hinsvegar að vera skársti biðleikurinn í krappri stöðu. Lilju  verður hinsvegar með tíð og tíma troðið til æðstu metorða í flokknum, hvort sem innistæða er fyrir því eða ekki. Pápi Alfredó sér til þess.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2016 kl. 06:39

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er hægt að reikna út hvenær framsókn deyr út, svona nokkurnvegin. Fyrst finnum við forsendur.  Þær þurfa að vera réttar til að fá rétta niðurstöðu.

1: það er ekki mikil nýliðun í framsókn.  Staðreynd.  Svo kjörsókn dregst saman við það að kjósendur annaðhvort hætta að mæta vegnia elli eða dauða.

Ekki vitað (ég veit ekki) hve hratt fækkar.  Gætum spurt flokkinn.

2: Við getum reiknað með að meðalmaðurinn núna nenni að mæta fram til 80 ára aldurs.

Ekki vitað: meðalaldur kjósenda.  

Gefin normaldreifing, eru 68% þeirra milli 40-60.

3: þeir fá núna ~10-15%.  Um leið og þeir fara undir 5% skifta þeir ekki lengur máli.

Við erum sennilega að tala um svona 30 ár í viðbót.  Kannski 40.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.9.2016 kl. 15:11

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, Axel Jóhann og Ásgrímur!

Wilhelm Emilsson, 21.9.2016 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband