Vinsældir og áhrif

Trump mat stöðuna þannig að sókn væri besta vörnin, sem þarf ekki að koma á óvart. "Attack, attack, attack," er móttó sem pabbi hans kenndi honum. Fyrir Trump var annað hvort að duga eða drepast. Hann réðst á allt og alla, meira að segja varaforsetaefni sitt. Þeir sem fíla Trump geta verið ánægðir með sinn mann. Hann kom Clinton úr jafnvægi, sem var markmiðið.

Að ómerkileg bulla eins og Trump skuli eiga möguleika á því að verða forseti Bandaríkjanna er umhugsunarefni en endurspeglar aðeins hinn harða heim stjórnmála, peninga og valds.   


mbl.is Hvassar kappræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún hefur mannslíf á samviskunni.  Hann ekki.  Er hún þá skárri kostur?  Það er umhugsunarefni.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.10.2016 kl. 08:32

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Elín. Hvaða mannslíf erum við að tala um?

Wilhelm Emilsson, 10.10.2016 kl. 08:49

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það dapurlegast við þessa kosningabaráttu er að hvorugur frambjóðandinn er þess verðugur að leiða Bandaríkin hvað þá heldur hinn frjálsa(!) heim. 

Ragnhildur Kolka, 10.10.2016 kl. 09:17

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það eru 7 kannanir á Twitter og Trump er hæstur í öllum allt frá 81% niður í rúm 70% Hillary ææst 15% Ef þið viljið skoða þetta klikkið á slóðina og kjósið til að upp komi prósentutalan. Þetta er svipuð aðferð og hjá Útvarp sögu.

Ég treysti Twitter kosningu betur enda margfalt fleiri sem kjósa plús að þarna er bara ein spurning viltu eða ekki og þú segir já eða nei.

https://twitter.com/search?q=Precidential%20polls&src=typd">https://twitter.com/search?q=Precidential%20polls&src=typd

Valdimar Samúelsson, 10.10.2016 kl. 13:38

5 Smámynd: Mofi

Einn frambjóðandinn hefur verið sama sem í æðstu stöðu þarna í sirka 16 ár og hefur ítrekað alltaf verið keyptur af peningaöflunum. Í fyrsta sinn í ég veit ekki hvað mörg ár er frambjóðandi sem hefur vegnað vel fyrir utan pólitík og er ekki keyptur af peningaöflunum enda á nægan pening sjálfur og fólk lætur eins og þetta sé eitthvað val. Ef það vill enn annan pólitíkusinn sem valdaklíkan á þá auðvitað kjósa Clinton en ef það vill einhvern sem er smá séns að er ekki strengjabrúða þeirra ríku þá er Trump þeirra eina von.

Ég hafði gaman af þessari greiningu á kappræðunum í gær: https://www.youtube.com/watch?v=L06oXy4BZzE

Mofi, 10.10.2016 kl. 16:34

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að lita við, Ragnhildur, Valdimar og Mofi.

Wilhelm Emilsson, 10.10.2016 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband