Priebus og Bannon
14.11.2016 | 08:16
Reince Priebus hefur unnið hörðum höndum fyrir Trump og Repúblikanaflokkinn, sem er ekki auðvelt því hagsmunir Trumps og flokksins fara alls ekki alltaf saman. Priebus virðist vera slyngur sáttasemjari.
Steve Bannon er aftur á móti harðsvíraður og ófyrirleitinn, svona Game of Thrones gæi. Hann er yfirlýstur óvinur hins valdamikla Repúblikana Pauls Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Ef Trump ætlar að sætta þjóðina, eins og hann lofaði nýlega á Twittersíðu sinni, er þetta ekki leiðin, því með þessu æsir hann upp ekki bara þjóðina heldur allan Repúblikanaflokkinn, sem er sennilega planið.
Ballið er rétt að byrja, sýnist mér.
Trump skipar í fyrstu stöðurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú verður að útskýra þetta betur.
"hagsmunir Trumps og flokksins fara alls ekki alltaf saman"
"Ef Trump ætlar að sætta þjóðina, eins og hann lofaði nýlega á Twittersíðu sinn"
Hverjir eru þá sameiginlegir hagsmunir " flokksins" og Trumps ef ekki á einmitt að sameina þjóðina?
Eða er það einmitt neðar í forgangsröðinni?
L. (IP-tala skráð) 16.11.2016 kl. 01:27
Hvað með frumbyggja Kanada sem eiga í vök að verjast fyrir átroðningi með olíuleiðslu yfir land þeirra sem mun á endanum eyðileggja lífsskilyrði þeirra um ókomna framtíð?
Mikið skrítið hvernig fólk upphefur sig fyrir " mainstream "manngæsku
L. (IP-tala skráð) 16.11.2016 kl. 01:57
L, hagsmunir Trumps eru eiginhagsmunir, að mínu mati. Hagsmunir Rebúblíkanaflokksins eru flokkshagsmunir, að mínu mati. Ég held að hugmyndin um að sameina þjóðina sé neðarlega á lista beggja.
Ég skil ekki hvað þú ert að fara þegar þú skrifar: "Mikið skrítið hvernig fólk upphefur sig fyrir " mainstream "manngæsku"
Wilhelm Emilsson, 16.11.2016 kl. 06:25
"changes" slagorð núverandi forseta í forsetakosningum fyrir átta árum síðan.
Nú eru 95 milljónir bandaríkjamanna annað hvort atvinnulausir eða í hlutastarfi sem bíður ekki upp á sjúkratryggingar.
Lof sé alþjóðavæðingunni.
" Opnum landamæri " segir Hillary.
" Lokum landamærum " segir Trump.
Hver fær meiri atkvæði?
Skautað er yfir þá staðreynd að þeldokkir og aðrir sem tilheyra ekki minnihluta og hinum ómenntaða hvíta kynstofni, kusu Trump.
Bandaríkin, aldagamalt fjolþjóðlegt samfélag kaus yfir sig Trump!
Að ef ég segði ( sama hvaða flokkur það væri í íslenskri pólitík ) að ákveðinn flokkur hefði það neðarlega á lista að þjóna hagsmunum þjóðarinnar.
Hvað væri það nákvæmlega kallað?
" Mainstream " " manngæska " getur svo flokkast undir athugunarleysi og einbeitingarskorts eða vegna of langrar skólagongu.
" New World Order " eru orð sem hafa verið mælt á íslenska tungu.
Og þær þjóðir sem hafa ekki meðtekið þann boðskap, hefur verið mætt með hernaði eða viðskiptaþvingunum með "lúðrablæstri" í lagi Jóns Lennons " imagine.
Hvað hefði Jón Lennon sagt við áróðri fjolþjóðavæðingu fjolþjóðafyrirtækja, þar sem mannréttindi fara þverrandi og rétthugsun alráðandi.
Vold verkalýðsfélaga hreint engin, hagsmunir þjóðarbrota hreint engin.
Vitandi að peningaoflin, elítan hefur um aldabil stjórnað átokum og telft almenningi í dauðann.
L. (IP-tala skráð) 17.11.2016 kl. 22:09
Elíta bandaríkjamanna hefur hagsmuna að gæta í landi frumbyggja Kanada.
Hvers vegna hefur þú í óskopum ekki mælt orð fyrir hagsmunum frumbyggja Kanada?
Er það vegna þess að fjolþjóðavæðingin er byggð á blekkingum?
Að þegar kemur að fjolþjóðavæðingu þá hefur peningavaldið alla úrslitakostina?
Hvernig getur ríki, eins og íslenska ríkið tekið þátt í sprengjuregni á almenna borgara og síðan tekið þátt í því tilfinningaklámi að það sé skylda okkar íslendinga sem annara þjóða að taka við flóttamonnum.
Engan sá ég mótmæla sprengjuregninu ...
L. (IP-tala skráð) 17.11.2016 kl. 22:45
Hvers vegna í ósköpunum hefur þú ekki mælt orð fyrir hagsmuni frumbyggja Ástralíu?
Wilhelm Emilsson, 18.11.2016 kl. 20:55
Afsakaðu fjær/nærsýnina.
En ekki svo blindur að sjá að stjórnarkreppa gæti orðið að veruleika á Íslandi.
Með þá veruleikafyrringu Seðlabanka Íslands að tengja ekki íslensku krónuna við þá mynt sem við höfum mest viðskipti við, munum við sjá annað efnahagslegt hrun.
Frálshyggjuvæðingin hefur verið kölluð "þróun"frjáls flæðis fjármagns og vinnuafls hafi verið til góðs.
Einhverskonar stolin ímynd jóns Lennon í lagi hans "imagine"
En þegar einhver mælir fyrir minnihlutahópa þá hélt ég að það skipti ekki máli hvar í heimi þeir væru.
En þú hefur aðra skoðun um það og frjálst að hafa hana.
L. (IP-tala skráð) 19.11.2016 kl. 02:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.