Um ofbeldi
28.4.2017 | 22:16
Í skáldsögum gyðinga, kristinna og múslima beitir Guð ofbeldi þegar honum sýnist. Og þeir sem trúa á þessar skáldsögur beita ofbeldi í nafni trúarinnar. Trúarbrögð eru hluti af vandamálinu.
Ekkert ofbeldi í guðs nafni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er allt spurning um völd.
Kostnaður... það er allt annað mál.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.4.2017 kl. 01:13
Þið eruð íbyggnir og alvarlegir í yfirlýsingagleði ykkar.
En hvað áttu við, Wilhelm, með "skáldsögum Gyðinga [og] kristinna"?
Hvaða skáldsögur eru það? Þó ekki í Biblíunni, maður?!
Jón Valur Jensson, 29.4.2017 kl. 02:30
Takk fyrir að líta við, Ásgrímur og Jón Valur.
Ég skil hvað þú ert að fara, Ásgrímur, og það er mikið til í því sem þú segir.
Jón Valur, vantrúaðir geta verið jafn íbyggnir og yfirlýsingaglaðir og trúaðir líkt og dæmin sanna.
Er Kóraninn skáldskapur? Er Mormónsbók skáldskapur? Mig grunar--þótt ég vita það ekki fyrir víst--að við séum sammála um að svo sé. En þeir sem trúa því að þessi og önnur rit séu heilagur sannleikur hafa að sjálfsögðu fullan rétt á því og ef trú þeirra er sterk láta þeir ummæli manns eins og mín eins og vind um eyru þjóta.
Wilhelm Emilsson, 29.4.2017 kl. 10:04
Ég er nýbúinn að skrifa langa grein til að svara þér og líka því sem þú skrifaðir fyrir nokkrum vikum á blogginu hjá Páli Vilhjálmssyni. Kíktu endilega á það.
Theódór Norðkvist, 29.4.2017 kl. 16:02
Kærar þakkir, Theódór. Ég las greinina þína. Hún er mjög hreinskilin og skýr. Þú horfist í augu við það sem raunverulega stendur í Bíblíunni--en velur ekki bara úr bestu molana, eins og margir gera--og skrifar í samræmi við það. Ef menn fallast á forsenduna sem þú gefur þér--að Guð sé til--þá er allt sem þú skrifar í röklegu samhengi að mínu mati.
En það er að sjálfsögðu mikið að kristni fólki sem hafur mildari sýn á Guð en þú, en mér finnst þín sýn vera í samræði við það sem Bíblían segir.
Wilhelm Emilsson, 29.4.2017 kl. 23:16
„mikið af kristnu fólki sem hefur" átti þetta að vera.
Wilhelm Emilsson, 29.4.2017 kl. 23:18
Þakka þér sömuleiðis, Wilhelm. Ég tel þrátt fyrir það sem ég segi, að Guð sé mildur. Hann gaf sinn eigin son í dauðann, til að opna leið fyrir okkur að eilífu lífi. Hvað gat Hann meira gert til að bjarga okkur? Það bara kemur að því einhvern tímann, að það verður að segja stopp. Dómstólar dæma glæpamenn í fangelsi, stundum ævilangt. Aldrei hef ég heyrt neinn tala um að viðkomandi dómarar séu einhverjir ofbeldisseggir.
Flestir myndu segja, að raðnauðgarar, raðmorðingjar og grófir ofbeldismenn, sem er margbúið að vinna með að reyna að koma á rétta braut í lífinu, en hafa virt alla viðleitni til að gefa þeim fleiri tækifæri að vettugi, eigi ekkert annað skilið en að vera teknir úr umferð í þjóðfélaginu. Þannig menn eru hættulegir umhverfi sínu og ekkert annað að gera en að loka þá inni, að mati flestra.
Theódór Norðkvist, 30.4.2017 kl. 08:52
Málið snýst kannski um það hvernig við skilgreinum orðið "mildur."
Ef við lítum á samlíkinguna við dómara sem þú notar, þá talar þú um dómara sem loka ofbeldismenn inni. En þeir drepa þá ekki og þeir drepa heldur ekki börnin þeirra.
Wilhelm Emilsson, 1.5.2017 kl. 09:26
Hvernig getur hann verið mildur, hann drap alla á jörðinni, konur, börn... dýr; Í æðiskasti.
Í boðorðunum hótar hann afkomendum meintra syndara yfir kynslóðir... og þessi frelsari ykkar sem þið segið að hafi gefið líf sitt, well samkvæmt bókinni þá dó hann alls ekki, heldur var þetta bara hótun, leggist undir þetta eða þið verðið pyntaðir eftir dauðann
DoctorE (IP-tala skráð) 1.5.2017 kl. 12:07
Reyndar er þetta ekki alveg rétt hjá þér, Wilhelm. Í sumum löndum eru dauðarefsingar við lýði. Það er umdeilanlegt, en þannig er það, jafnvel í Bandaríkjunum, sumum fylkjum a.m.k. Annars svara ég þessu í fyrrnefndri blogggrein minni. Guð sem gefur lífið, getur ekki verið morðingi fyrir að taka það.
Stríð hafa fylgt mannkyninu eins lengi og það hefur verið til. Kommúnistaþjóðir (trúleysingjar) hafa líka farið í stríð og framið fjöldamorð, t.d. er Stalín talinn af mörgum bera ábyrgð á fleiri mannslátum en sjálfur Hitler. Það er því ekki hægt að kenna trú um öll stríð.
Þetta með Amalekítana var í tengslum við stríð og afleiðing af stríði. Eru stríð yfirhöfuð kannski birtingarmynd dauðadóms Guðs? Allir menn deyja einhvern tímann, eigum við að kannski að kalla öll dauðsföll morð af hendi Guðs? Það myndi fáir gera, kannski DoctorE, en það er sjáldnast heil brú í því sem hann segir.
Þó ég svari því nettrölli yfirleitt ekki, þá vil ég aðeins fjalla um kenninguna um hvort syndir feðranna bitni á börnunum. Því er svarað (neitandi) í Esekíel 18. kafla. Hver og einn er dæmdur af sínum eigin gjörðum, ekki gjörðum föður síns. Það er of langt til að birta hér, en auðvelt að finna á biblian.is eða með þvi að smella hér.
Theódór Norðkvist, 1.5.2017 kl. 19:10
Takk fyrir að líta við, DoctorE.
Það er að sjálfsögðu hárrétt, Theódór, að sumir dómarar dæma sakborning til dauða. Ég var hins vegar að vinna með líkinguna sem þú nótaðir um mildari dómara. Þú skrifaðir:
"Dómstólar dæma glæpamenn í fangelsi, stundum ævilangt. Aldrei hef ég heyrt neinn tala um að viðkomandi dómarar séu einhverjir ofbeldissegg."
Ég skil hugmyndina um að ef Guð gefur líf þá hefur hann líka rétt til að taka það. En mér finnst hún ekki dæmi um mildan guð. Foreldrar gefa barni líf. Hafa þeir rétt til að taka það líf?
Wilhelm Emilsson, 1.5.2017 kl. 20:54
Fósturdeyðingarsinnar vilja meina að foreldrar hafi rétt til að drepa líf í móðurkviði og það meira að segja áður en það sama líf hefur möguleika á að syndga, þ.e. algjörlega saklaust líf. Ef þér finnst Guð grimmur fyrir að vilja enda líf algjörra drullusokka, hvaða skoðun hefurðu þá á þeim sem vilja drepa eins mikla sakleysingja og hægt er að vera, þá sem hafa ekki einu sinni komist út úr móðurkviði?
Annars held ég að við komumst ekki lengra með þessa umræðu og verðum bara að vera sammála um að vera ósammála. Ef þú hefur lesið 18. kaflann í Esekíelbók, þá sérðu að þar segir að Guð vilji ekki dauða hins óguðlega, heldur að hann snúi sér frá þeim. Ég hef skýrt frá þeim rökum sem ég hef fyrir því að Guð sé mildur, eins greinilega og ég get. Ef þú vilt ekki taka þau rök mín gild, verður bara að hafa það.
Theódór Norðkvist, 1.5.2017 kl. 22:17
...snúi sér frá syndum sínum...átti þetta að vera.
Theódór Norðkvist, 1.5.2017 kl. 22:19
Þetta er fínt spjall, Theódór. Hætta skal leik þá hæst hann stendur!
Hafðu það gott.
Wilhelm Emilsson, 1.5.2017 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.