Ummæli Billy Grahams um gyðinga
24.2.2018 | 23:58
Eftirfarandi sagði Billy Graham um gyðinga í samtali við Richard Nixon. Graham neitaði að hafa sagt þetta en varð að viðurkenna að þetta voru hans orð þegar Nixon upptökurnar voru loksins opinberaðar.
"They're the ones putting out the pornographic stuff," Graham said to Nixon - "the Jewish stranglehold has got to be broken or the country's going down the drain," he continued.
Graham also confided in Nixon that he hid his rue feelings about Jews from them: "I go and I keep friends with Mr. Rosenthal (then exective editor) at The New York Times and people of that sort, you know. And all -- I mean, not all the Jews, but a lot of the Jews are great friends of mine, they swarm around me and are friendly to me because they know that I'm friendly with Israel. But they don't know how I really feel about what they are doing to this country. And I had no power, no way to handle them, but I would stand up if under proper circumstances."
Svona tal hefði ekki þótt sýna gott kristilegt innræti í mínu ungdæmi :)
Heimild: https://www.haaretz.com/us-news/billy-graham-nixon-and-anti-semitism-the-bombshell-tapes-1.584441
Hafnaði trú sem byggðist á hatri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Wilhelm.
Tæpast eru það tíðindi að Graham hafi
ekki fallið klámiðnaðurinn í Bandaríkjunum!
Bjóstu við öðru?
Er það ekki svo að við höldum kunningsskap við
fólk þrátt fyrir allt og allt, - og allt?!
Og það komi fyrir að falli á heillagleikann
og margt megi betur fara?!
Taktu eftir orðalaginu sem hann hefur um þau
tök sem hann telur Gyðinga hafa í þessum efnum.
Hefur þetta nokkuð breyst? Hvað með eignarhald á fjölmiðlasamsteypum
og til hvers er það?
Húsari. (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 01:35
Takk fyrir að líta við, Húsari. Til hvers er eignarhald? Ég veit að það eru alls konar samsæriskenningar í gangi--hinir og þessir hópar eru taldir stjórna umræðunni í krafti eignarhalds--en minna um sannanir þegar málin eru skoðuð.
Það er nokkuð merkilega að Billy Graham var opinberlega dyggur stuðningsmaður Ísraels. En á bakvið tjöldin er orðræða hans hér full af antísemítisma, sem er alltaf jafn ógeðfeldur. Þetta sýnir tvöfeldni, sem er, jú, oft hluti að tilveru siðapostula.
Wilhelm Emilsson, 25.2.2018 kl. 04:35
Sæll Wilhelm.
Mátti til að líta inn hjá þér áður en bardagi kvöldsins
Rungviasai vs Erstrada hæfist!
Gæti ég sætt því lagi að nefnast annað en ég geri þá
segði ég hiklaust að þú hlytir að vita um eignarhald
Gyðinga í Bandaríkjunum og hvílík tök þeir raunverulega hafa
á umræðunni en gegn neitun þinni geri ég það auðvitað ekki.
Veit um einn ágætan mann hér á vefnum sem mundi leika sér að
því að raðhlaða hlekkjum hér inn orðum mínum til staðfestingar
um eignarhaldið og allar þær takmarkanir sem það setur almenningi
t.d. í formi málaferla. Höfum við jafnvel dæmi um þetta í smæð okkar hér
á klakanum? Mér er ekki grunlaust um það og að lygi sé það ekki að reynt
hafi verið að hafa áhrif á umræðuna.
Mér finnst fjarri lagi að saka Billy Graham um antisemitisma.
Þú hlýtur að sjá að áhyggja Grahams lýtur að því sem hann
augljóslega telur höfuðmeinsemd sem er klámiðnaðurinn og
að það skuli vera gráðugir Gyðingar sem þar standi fremstir, -
Guðs útvalda þjóð! Og hann viðhefur um þetta þau orð sem margur hefur
gert fyrr og síðar að gagnvart slíku valdi og veldi séu menn ráðalasuir;
fjármagnið og ítökin eru á því stigi að enginn fær við neitt ráðið.
Tvíhyggja er það naumast og Gyðingahatur alls ekki!
Húsari. (IP-tala skráð) 25.2.2018 kl. 10:47
Þegar menn eru að tala um Ísrael og gyðinga, er verið að rugla saman því forna, og því nýja. Það er oft sagt, að "gyðingar" þetta og "gyðingar" hitt. Og hér er verið að rugla saman, sögulegum gyðingum og trúarlegum. Margir auðkýfingar, eru sagðir Gyðingar ... sjálfsagt af sömu ástæðu og "Mafíu" bossarnir, voru sagðir "Kaþólikkar". Kanski eitthvað til í því, en að segja að það sé jafnaðarmerki á báða vegu, er al rangt. Ísrael, er ekkert Ísrael ... og Gyðingar, eru álíka tengdir hinum fornu Gyðingum, og Íslendingar almennt Haraldi hárfagra. Þeir eru ófáir, ættfræðingarnir, sem rekja ættir hingað og þangað ... og allir eru af einhverjum stórmennum komnir. Þó svo að staðreyndin sé, að við erum öll af Írskum þrælum komnir og höfum littla sem enga tengingu við hina raunverulegu Víkinga ... nema í ævintýra hugskotum okkar.
Sama á við um þessi mál, sem hér eru á dagskrá.
Örn Einar Hansen, 25.2.2018 kl. 11:56
Sæll Wilhelm.
"Svona tal hefði ekki þótt sýna gott kristilegt innræti í mínu ungdæmi"
En er ekki hægt að nota sömu aðferðafræðina og hann Gunnar Rögnvaldssonar notar hérna á blogginu sínu, þeas."attack the messenger and not the massage", nú og bara komið með einhverjar óstaðfestar ásakanir, þrátt fyrir að höfundur sýni frá á annað á Amazon.com, þar sem að bækurnar hans eru til sölu?
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 26.2.2018 kl. 01:27
Sæll Wilhelm.
Nóbelsverðlaunahafinn Herta Muller fékk ekki af
sér þvegið að vera þýskættaður Rúmeni og að hún tilheyrði
minnihlutahópi Þjóðverja í Rúmeníu eins og hún greinir
glögglega frá í bók sinni Die Nacht ist aus Tinte gemacht.
Titillinn vísar til þessa lífs en ekki síður til sögunnar sjálfrar
í heild sinni sem í besta falli er lituð eða afbökuð eftir þörfum
og eftir því hvað hentar hverju sinni.
Í ljósi þessa skiptir engu máli hvort Gyðingar fylgi lögmáli eða
ekki frekar en nafnkristnir sinna ekki kristni frekar en hundheiðnir væru
en láta sig aldrei vanta í jólahlaðborðið!!
Trilljónir bandaríkjadala renna til Ísrael á ári hverju
og seinustu 20 forsetar Banaríkjanna hefðu ekki fengið kosningu nema
að hafa lýst yfir stuðningi við Ísrael.
Hverjir heldur þú að hafi þessi ítök og völd?
Í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Afríku, Evrópuríkjum flestum og út um alla
tranta og trissur jafnt í Asíu sem Afríku er blátt bann við því að
ræða Helförina að viðlagðri tukthúsvist allt að 9 árum.
Hverjir heldur þú að standi bak við það?
Ég hygg að leitun hafi verið á öllu heiðarlegri manni en Billy Graham
en sjáandi sá hann og heyrandi heyrði hann og tjáði hug sinn hvað
þá hluti varðaði, - og hafi hann sæll gert það!
Húsari. (IP-tala skráð) 26.2.2018 kl. 11:46
Takk fyrir að líta við, Húsari, Bjarne og Þorsteinn. Mér finnst mikið til í því sem Bjarne bendir á.
Þorsteinn talar um "óstaðfestar ásakanir." Nákvæmlega. Við þurfum að gera greinarmun á skoðunum og staðreyndum.
Húsari, það er staðreynd að Bandaríkjamenn styrkja Ísrael, en þeir styrkja líka palestínumenn og fleiri. Ég þekki ekki lög allra ríkja, eins og gefur að skilja, en að það sé bannað að ræða helförina í, til dæmis, flestum Evrópuríkjum er ekki rétt. En að afneita helförinni varðar við lög í mörgum ríkjum. Það er alveg rétt.
Billy Graham tjáði ekki hug sinn um gyðingar opinberlega, eins og ég hef sýnt fram á--en ég einnig bent á að hann studdi málstað Ísraelsríkis opinberlega.
Wilhelm Emilsson, 27.2.2018 kl. 05:24
Sæll Wilhelm.
Billy Graham tjáði svo sannarlega hug sinn til Gyðinga
og sem prédikari vitnaði hann í ræðu og riti
um frelsun og endurfæðingu mannsins fyrir trú á Jesúm Krist!
Jesús Kristur var Gyðingur og svo var um hina skriftlærðu
á þeim tíma.
Ekki er mér gefið að geðjast sérstaklega að haltukjafti-brjóstsykur!
Að ég taki því með þegjandi þögninni að ég megi ekki hafa skoðanir á hlutunum, -
nei, takk!
Sennilega þarf þó rykið að setjast næstu 75 árin til viðbótar
til að opin umræða geti farið fram um Síðari heimsstyrjöldina
og einstakir hagsmunahópar geti ekki skrumskælt og hagrætt
hlutunum eins og raunin virðist vera nú.
Húsari. (IP-tala skráð) 27.2.2018 kl. 09:36
Sæll aftur Wilhelm
Hvernig er það má gagnrýna Ísrael og Zíonisma eða er það allt saman antísemítismi? Við skulum ekki gleyma því að Arabar eru einnig komnir af Semitiskum uppruna, þrátt fyrir að summir harðir Zíonistar gleyma því oft í öllu þessum Anti- Arab- semítismiskaáróðri í stríðinu gegn hryðjuverkum. Hvað er það svona sérstaklega í þessari orðaræðu hans Grahams sem bendir á "antísemítisma"?
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 27.2.2018 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.