Satt og logið

Ef Rússar geta leitt sannleikann í ljós með óyggjandi hætti hvers vegna gerðu þér það ekki strax til að koma í veg fyrir þessa diplómatísku krísu?


mbl.is Rússar svara í sömu mynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta var ódýr útúrsnúningur.

Rússar,sem eru óviðkomandi málinu, vilja halda fund til að reyna að leiða sannleikann í ljós.

Það er alveg ófært að þetta hættulega mál sé rekið í gróusöguformi og með heimskulegum uppgrópunum. Það er ófært að málið sé rekið án málsskjala,án rannsóknar,án sannana og án fórnarlamba.

Það liggur ekki einu sinni fyrir hvort þetta fólk er veikt, eða af hverju það er veikt ef svo er.

Eina sem við höfum eru innantóm orð heimsþekktra lygara. Ekkert annað.

Það var athyglisvert að sjá hvernig Gulli utanríkisráðherra snéri sig út úr þessu þegar hann var spurður út í hvað hann hefði séð frá Bretum sem kemur honum til að refsa Rússum.

„Við þekkj­um auðvitað málið og þekkj­um þær skýr­ing­ar sem rúss­nesk yf­ir­völd hafa gefið. Svör þeirra hafa ein­fald­lega ekki verið trú­verðug og þeir hafa ekki viljað starfa með þeim alþjóðastofn­un­um sem sátt hef­ur verið um að hafi eft­ir­lit með efna­vopna­mál­um.“

Þetta var svarið. Ekki orð um hvaða gögn hann hefði séð frá Bretum ,eins og spurningin hljóðaði þó upp á. ég veit satt að segja hvaðan fréttamanninum kom kjarkur til að spyrja svona spurningar. hann er kannski haldinn sjálfseyðingarhvöt. 

Einhver konuræfill á BBC spurði Boris í ógáti þessarar einföldu og sjálfsögðu spurningar,og fer nú huldu höfði af því hún er nú úthrópuð sem Stalínisti. Sennilega er hún einhversstaðar í neyðarskýli með Corbyn.

Það er augljóst að Bretar hafa ekki sýnt honum neitt. 

Auk þess er það hrein lygi að Rússar hafi ekki viljað vinna með alþjóðastofnunum.

Þegar málið kom upp,ef þetta er þá mál, bar Bretum skylda til að leita til alþjóðastofnunar sem sér um þessi mál. Þeim ber einnig tvimælalaus skilda til að deila gögnum með þeim aðila sem þeir ásaka. Þeir gerðu hvorugt í tíu daga.Á tíundadegi ,leita þeir svo til stofnunarinnar,en hafa í engu staðið við skuldbindingar sínar um að upplýsa fórnarlamb sitt ,það er að segja Rússnesku þjóðina.

Borgþór Jónsson, 29.3.2018 kl. 22:09

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hæ, Borgþór. Þú segir: "Það liggur ekki einu sinni fyrir hvort þetta fólk er veikt, eða af hverju það er veikt ef svo er."

Þetta segir allt sem segja þarf um þitt viðhorf. Það er staðreynd að fólkið er veikt.

Wilhelm Emilsson, 29.3.2018 kl. 22:25

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

 Eru þau á þekktum spítala og eitthvað kunnugt þaðan um veikindi þeirra, Wilhelm.

 Hann Borgþór malar þig alveg hér, enda miklu betur upplýstur um málin, þrátt fyrir einhverja viðleitni þína.

Jón Valur Jensson, 30.3.2018 kl. 05:10

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sitt sýnist hverjum, Jón Valur. Ég segi ekki meira en það.

Wilhelm Emilsson, 30.3.2018 kl. 06:18

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ákærður þarf ekki að sanna sakleysi sitt heldur þarf ákærandinn að sanna sekt hins ákærða. Habeus corpus heitir það og er einn af hornsteinum rettarfarsins.

Annar hornsteinn er að þú ert saklaus þar til sekt þín er sönnuð en ekki saklaus þar til álitinn sekur.

Bretar hafa engar sannanir fært fram, bara ályktanir. Þeir eru þar með að brjóta 11gr. Mannréttindasáttmalans. Eftir því sem þetta mal er skoðað betur því meira bull og uppapuni virðist það vera.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2018 kl. 10:17

6 identicon

Sæll Wilhelm.

Þú snýrð sönnunarbyrðinni á haus;
aumasta trix stjórnmálanna og reyndar oftlega annarra.

Almenn regla í réttarfari er að menn telist saklausir
þar til sekt er sönnuð; geðþóttaákvarðanir liggja ekki til grundvallar.

Húsari. (IP-tala skráð) 30.3.2018 kl. 11:48

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðir eru þeir húsarinn og Jón Steinar.

Jón Valur Jensson, 30.3.2018 kl. 14:01

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jón Steinar og Húsari, stjórn Pútíns getur þá kært Bretland og öll ríkin sem eru sammála Bretum. Endilega að láta reyna á það.

Þið hljóðið eins og George Galloway og John Pilger á RT News. 

Wilhelm Emilsson, 30.3.2018 kl. 14:08

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Et tu, Jón Valur! :)

Wilhelm Emilsson, 30.3.2018 kl. 14:09

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

You´ve got a completely lost case, my dear Wilhelm!

Jón Valur Jensson, 30.3.2018 kl. 14:11

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Núna hljómar eins og gamall kommúnisti, Jón Valur. En það er allavega svolítið fyndið.

Wilhelm Emilsson, 30.3.2018 kl. 14:16

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æi, þarft einnig þú að hrökkva í þetta sérkennilega, rakalausa Einars Björns lágadrif?!

Jón Valur Jensson, 30.3.2018 kl. 14:32

13 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jón Valur, reynum endilega að halda umræðum opnum.

Það kemur mér bara svolítið á óvart að maður sem þekkir aðferðir og sögu kommúnismans í Rússlandi jafnvel og þú gerir sjáir ekki í gengum áróður Pútíns og félaga. Þetta er sami grautur í sömu skál.

Wilhelm Emilsson, 30.3.2018 kl. 20:30

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er hitt ekki fremur grautarleg hugsun, Wilhelm minn, að gera ráð fyrir, að eins sé ástatt um öll mál í Moskvu og að mönnum leyfist því að vera með sweeping generalisations um mál þar almennt eða um öll verk Pútíns og jafnvel þau verk sem ósannað er að hann eigi hlut að?

Jón Valur Jensson, 31.3.2018 kl. 04:05

15 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Jón Valur, ef þú vilt vera nytsamur sakleysingi, þá það.

Wilhelm Emilsson, 31.3.2018 kl. 10:37

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ætla að láta það eftir þér að enda þessa umræðu með þeim staðlausu orðum þínum, ágæti Wilhelm.

Jón Valur Jensson, 31.3.2018 kl. 10:40

17 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hætta skal leik þá hæst hann stendur :)

Gleðilega páska!

Wilhelm Emilsson, 2.4.2018 kl. 19:45

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gleðilega páska! (þótt seint sé séð og sagt).

Jón Valur Jensson, 3.4.2018 kl. 04:22

19 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk!

Wilhelm Emilsson, 3.4.2018 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband