Launmorð og lög
2.4.2018 | 19:42
Samkvæmt núgildandi rússneskum lögum hefur Pútín heimild til þess að fyrirskipa launmorð á einstaklingum erlendis sem eru með meiðyrði um hann. Sjá hér:
"A new Russian law, adopted earlier in the year, formally permits the extra-judicial killings abroad of those Moscow accuses of "extremism".
In the wake of the death of ex-spy Alexander Litvinenko in London, the Sunday Telegraph has alleged that Russian spy agencies - "emboldened" by the new law - have carried out a number of such targeted killings.
In July, the upper chamber of the Russian parliament - the Federation Council - approved a law which permits the Russian president to use the country's armed forces and special services outside Russia's borders to combat terrorism and extremism.
At the same time, amendments to several other laws, governing the security services, mass media and communications, were adopted.
The overall result was to dramatically expand those defined as terrorist or extremist.
Along with those seeking to overthrow the Russian government, the term is also applied to "those causing mass disturbances, committing hooliganism or acts of vandalism".
Much more controversially, the law also defines "those slandering the individual occupying the post of president of the Russian Federation" as extremists."
Heimild: BBC
Lavrov skellir skuldinni á Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heimild BBC. Read no further.
Stjórnvöld flest allra stóru ríkjanna hafa mjög rúmar heimildir til að lífláta fólk án dóms og laga,einmitt til að berjast gegn hryðjuverkum eins og sagt er. Það er svo svolítið misjafnt hvernig þetta er ákveðið.
Það er svo nokkuð misjafnt hvað menn nota þessar heimildir mikið.
Rússar hafa örugglega beitt þessu eins og aðrir ,en í mjög takmörkuðum mæli. Ekki liggja þó fyrir dæmi um þetta sem ég man eftir.
Annað er upp á teningnum í Bandaríkunum,til dæmis. Mig minnir að Obama hafi notað þessa heimild um það bil 3800 sinnum. Í tilfelli Obama var ekkert tillit tekið til þess þó að fólk sem var nærstatt,en tengdist málinu ekki neitt,væri tekið af lífi.
Almennt er talið að leyniþjónustur Bretlands og Israel noti þessar heimildir afar frjálslega.
Til dæmis gerðu Bresku leyniþjónusturnar samning við hryðjuverkamenn um að drepa Gaddafi. Sú aðgerð virðist hafa verið lögleg,allavega þurfti enginn að svara til saka.
Ekki er langt síðan að Mossad drap hóp Iranskra vísindamanna sem voru að vinna að fullkomlega löglegum kjarnorkutilraunum. Dæmin eru endalaus.
Hneykslan þín er því afar hræsnisfull og valkvæð.
Næst segirðu okkur væntanlega að kynskiftingar megi ekki keyra bíl í Rússlandi.Það var líka á BBC. Það hefur reyndar vafist fyrir þeim að benda á lagatextann. En sagan þjónar samt sínum tilgangi,þó hún sé ekki sönn.
Það er alveg merkilegt hvernig stór hluti almennings á vesturlöndum er orðinn. Stjórnvöld,með aðstoð fjölmiðla, virðast geta trekkt fólk upp eins og lítil leikfangadýr hvað eftir annað. Svo ráfar það algerlega hugsunarlaust inn í hvað sem er,venjulega er takmarkið stríð eða önnur óhæfuverk. Ég held að þú ættir að reyna að dusta rykið af heilanum og fara að nota þessa guðs gjöf.
Þó að þessar aftökur séu hvimleiðar,er þó annað miklu stærra vandamál sem blasir við okkur.Þetta vandamál er stöðug samvinna Bandaríkjamanna,Breta og Frakka við öfgahópa. Þessi samvinna hefur staðið í áratugi og hefur kostað óskaplegar hörmungar,einkum í Miðausturlöndum og Norður Afríku.Við fáum svo líka smá sýnishorn af þessu annað slagið. Þetta er án vafa versta vandamál samtímans.
Borgþór Jónsson, 3.4.2018 kl. 10:10
Borgþór, takk fyrir þitt sjónarhorn. Til að ég skilji hlutina rétt þá er ég með eina spurningu. Ertu að efast um eftirfarandi?
Much more controversially, the law also defines "those slandering the individual occupying the post of president of the Russian Federation" as extremists."
Eða er þetta hluti að því sem þér finnst réttlætanlegt í baráttu gegn hryðjuverkum?
Kær kveðja,
Wilhelm
Wilhelm Emilsson, 4.4.2018 kl. 01:45
Þegar BBC er annarsvegar þætti mér ágætt ef þeir sýndu mér lagatextan á sannfærandi hátt.
Það er alls ekki útilokað að slík lög séu til,en ég efast stórlega um að réttarstaða slíks einstaklings sé sú að Putin geti gefið út tilskipun um að drepa hann.
Þarftu ekki að hugsa þetta aðeins upp á nýtt með BBC og kannski kynna fyrir okkur hver viðurlögin eru við því að tala illa um Putin. Mér finnst einhvernveginn ekki líklegt að það sé líflátsdómur ,sér í lagi í ljósi þess að Rússar stunda ekki dauðarefsingar.
Hættu svo að láta teyma þig á asnaeyrunum og farðu að nota það seem ere á milli þeirra.
Borgþór Jónsson, 4.4.2018 kl. 12:34
Það er eitthvað svo skemmtilega kaldastríðslegt við þig, Borþór. Meira!
Wilhelm Emilsson, 5.4.2018 kl. 03:47
Svona fréttaflutningur er ætlaður til að trekkja upp einfeldninga. Það virkar stundum.
Borgþór Jónsson, 6.4.2018 kl. 08:20
Ekki gleyma nytsömu sakleysingjunum á Vesturlöndum, eða þeim sem Lenin kallaði useful idiots
Wilhelm Emilsson, 6.4.2018 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.