Lenínstræti

Friðarstræti verður Lenínstræti. Það segir kannski allt sem segja þarf. Pútín kallaði hrun Sovétríkjanna stærstu geopólitísku ógæfu tuttugustu aldarinnar. Nú vantar bara Stalínstræti.


mbl.is Maríupól eyðilögð og endurbyggð sem rússnesk borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar er þetta ekki rétt haft eftir honum.
Hann talaði hvergi um geopolitík í þessu sambandi.
Meiningin með þessu hjá honum var allt önnur þó að það hafi verið reynt að snúa út úr því sem hann sagði með þessum hætti.
Hann skýrði reyndar ágætlega hvað hann átti við ,en það er aldrei létið fylgja sögunni.
Í lauslegri endursögn var það sem hann átti við,var að þegar Sovétríkin liðast í sundur þá vakna tugir milljónir manna upp í landi sem er ekki lengur landið þeirra.
Hér verðum við að hafa í huga að Sovétríkin voru land og fólk fluttist á milli landshluta sem skyndilega og án viðvörunar urðu annað land.
Í sumum tilfellum fluttust svo hlutar Rússlands yfir í annað land.
Donbass og Krímskagi eru ágæt dæmi um þetta.
Það eru mörg önnur dæmi.
Það eru líka dæmi þar sem Rússland sjálft er ekki hluti af vandamálinu.
Í sumum tilfellum voru og eru stjórnir hinna nýju landa afar fjandsamlegar Rússum og  Rússneskumælandi fólki og það er oft beitt slæmu misrétti.
Þarna má nefna Eystrasaltslöndin og Úkrainu sem dæmi.
Ummæli Putins snérust því á engann hátt um geopolitík heldur um allt annað vandamál.
Kannski veistu ekki af þessu ,af því að við vesturlandabúar fáum aldrei að heyra hvað hann var að tala um ,heldur einungis útúrsnúninginn sem þú nefnir í pistli þínum.  

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 23.2.2023 kl. 07:37

2 identicon

Sæll.

Þessi "frétt" er ekkert annað en áróður. Ég hef séð myndband þar sem sjá má hve hratt uppbyggingin hefur gengið. Íbúar hafa gengið fallegar og nýjar íbúðir ókeypis. 

Botnfallið virðist í alltof mörgum tilfellum leita í fjölmiðlun.

Svo gleymist líka að það eru Rússar sem hafa tekið við mestum fjölda flóttamanna frá Úkraínu. Getur sæmilega skynsamt fólk ekki lesið í það?

"Fréttamenn" sem skrifa svona einhliða "fréttir" eru í besta falli hlægilegir. 

Þessi "fréttamaður" ætti frekar að greina frá því hvernig Ú hóf mikla fallbyssuskothríð á íbúa A-Úkraínu vikuna áður en Rússar létu til skara skríða. Óháðir eftirlitsaðilar (ÖSE) hafa skjalfest þessar árásir Úkraínu á íbúa A-Úkraínu. Veit þessi "fréttamaður" ekki af því eða er honum sama?

Fyrir utan Vesturlönd hefur heimsbyggðin kallað eftir friðarsamkomulagi. Hvers vegna hafa Vesturlönd ekki þrýst á um friðarsamkomulag sem er ásættanlegt fyrir báða? 

Helgi (IP-tala skráð) 23.2.2023 kl. 08:39

3 identicon

Reyndar er þetta ekki rétt haft eftir honum.
Hann talaði hvergi um geopolitík í þessu sambandi.
Meiningin með þessu hjá honum var allt önnur þó að það hafi verið reynt að snúa út úr því sem hann sagði með þessum hætti.
Hann skýrði reyndar ágætlega hvað hann átti við ,en það er aldrei létið fylgja sögunni.
Í lauslegri endursögn var það sem hann átti við,var að þegar Sovétríkin liðast í sundur þá vakna tugir milljónir manna upp í landi sem er ekki lengur landið þeirra.
Hér verðum við að hafa í huga að Sovétríkin voru land og fólk fluttist á milli landshluta sem skyndilega og án viðvörunar urðu annað land.
Í sumum tilfellum fluttust svo hlutar Rússlands yfir í annað land.
Donbass og Krímskagi eru ágæt dæmi um þetta.
Það eru mörg önnur dæmi.
Það eru líka dæmi þar sem Rússland sjálft er ekki hluti af vandamálinu.
Í sumum tilfellum voru og eru stjórnir hinna nýju landa afar fjandsamlegar Rússum og  Rússneskumælandi fólki og það er oft beitt slæmu misrétti.
Þarna má nefna Eystrasaltslöndin og Úkrainu sem dæmi.
Ummæli Putins snérust því á engann hátt um geopolitík heldur um allt annað vandamál.
Kannski veistu ekki af þessu ,af því að við vesturlandabúar fáum aldrei að heyra hvað hann var að tala um ,heldur einungis útúrsnúninginn sem þú nefnir í pistli þínum.  

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 23.2.2023 kl. 09:44

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugsemdina, Borgþór. Pútín sagði það sem hann sagði. Það er ekki rétt að vestrænir fjölmiðlar láti ekki fyglja sögunni annað sem hann sagði í þessu samhengi. Hér er t.d. brot úr grein um efnið frá NBC News:

Russian President Vladimir Putin told the nation Monday that the collapse of the Soviet empire "was the greatest geopolitical catastrophe of the century" and had fostered separatist movements inside Russia. 

In his annual state of the nation address to parliament and the country’s top political leaders, Putin said the Soviet collapse also was a tragedy for Russians. 

 

"First and foremost it is worth acknowledging that the demise of the Soviet Union was the greatest geopolitical catastrophe of the century," Putin said. "As for the Russian people, it became a genuine tragedy. Tens of millions of our fellow citizens and countrymen found themselves beyond the fringes of Russian territory. The epidemic of collapse has spilled over to Russia itself,” he said, referring to separatist movements such as those in Chechnya. 

Heimild: https://www.nbcnews.com/id/wbna7632057

Wilhelm Emilsson, 24.2.2023 kl. 17:54

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Helgi. Þú hefur séð myndband, segirðu. Af hverju trúirðu því sem þú sérð í því myndbandi en ekki öðrum myndböndum og fréttum? 

Wilhelm Emilsson, 24.2.2023 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband