Aðgát skal höfð í nærveru dýra
24.2.2023 | 20:58
Og við erum náttúrulega öll dýr. Samkvæmt Fréttablaðinu er rostungurinn mögulega Framsóknarmaður. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Hér er brot úr fréttinni:
Elís Pétur Elísson, íbúi á Breiðdalsvík, sendi Fréttablaðinu myndir af dýrinu.
Að hans sögn er rostungurinn afar rólegur en íbúar hafa verið að fylgjast með honum úr hæfilegri fjarlægð.
Hann vildi ekki frosnu síldina sem við vorum að bjóða honum en hann er líklega bara að bíða eftir að hún þiðni, segir Elís í samtali við Fréttablaðið. Mig grunar að hann sé Framsóknarmaður. Þess vegna er hann svona yfirvegaður og jákvæður og unir sér vel á Breiðdalsvík, bætir Elís við í léttu gríni.
Rostungurinn stressaður vegna ágangs fólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.