Bólusetningar

Á einhverjum tímapunkti fór vaxandi hópur foreldra að efast um gildi bólusetninga. Hver er réttur barna þegar kemur að þessu máli? Ef ég væri barn væri mér betur borgið ef foreldrarnir, sem hafa enga sérþekkingu á heilbrigðismálum, láta ekki bólusetja mig eða ef foreldrarnir treysta fagfólki í heilbrigðiskerfinu? Við getum notað líkingu. Treystir maður frekar lærðum flugmanni að fljúga eða farþega sem hefur lesið margar greinar um flug á netinu og er búinn að fá nóg af "sérfræðingaveldinu"?


mbl.is Traust til bólusetninga minnkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er mikilvægt í þessu sambandi að grauta ekki saman afstöðu fólks til annars vegar gamalkunnugra og þaulreyndra bóluefna og hins vegar þeirra líftæknilyfja á tilraunastigi sem almenningur var plataður til að láta sprauta sig með vegna covid.

Því miður hefur það samt verið gert. Sem dæmi var á dögunum sýnd heimildarmynd á RÚV þar sem hrært var saman umfjöllun um annars vegar fólk sem aðhyllist ósannaðar samsæriskenningar um venjuleg bóluefni og hins vegar fólk sem hafði fullkomlega réttmætar efasemdir um tilraunalyfin vegna covid og sem reyndust svo vera á rökum reistar.

Réttmætar efasemdir um covid sprauturnar eru ekki samsæriskenningar.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2023 kl. 18:02

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Guðmundur.

Þeir sem eru á móti því sem þú kallar "gamalkunnug og þreytreynd" bóluefni eru alveg jafn samfærðir um að þau séu hættuleg og þeir sem eru á móti COVID bóluefnum.


Treystum við heilbrigðiskerfinu þegar kemur að sumum hlutum en ekki öðrum? Og ef við höfum ekki sérþekkingu á heilbrigðismálum á hvaða forsendum byggjum við vantraust okkar?

Wilhelm Emilsson, 21.4.2023 kl. 20:00

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er talsverður munur á því covid sprauturnar, að minnsta kosti þær sem byggðust á mRNA tækni eru allt annars eðlis en hefðbundin bóluefni. Komið hefur í ljós að þau efni hindra ekki smit heldur þvert á móti auka líkur á því og efasemdirnar reyndust því réttmætar. Jafnframt liggur fyrir ákveðin hætta á aukaverkunum sem geta jafnvel verið lífshættulegar og þegar það er vegið á móti því að efnin veita enga vernd er alveg ljóst að hættan er meiri en ávinningurinn. Þetta eru ekki samsæriskenningar heldur staðreyndir, ólíkt þeim sem er haldið fram um hin hefðbundnu bóluefni sem hafa sannað gildi sitt.

Það er fullkomlega eðlilegt að byggja vantraust á fyrirliggjandi staðreyndum.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2023 kl. 20:15

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Guðmundur.

Til að ganga úr skugga um að ég skilji þig rétt þá spyr ég: Ertu að segja að það sé staðreynd að COVID sprautur veiti enga vernd?

Wilhelm Emilsson, 21.4.2023 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband