Um loforð

Í greininni stendur:

Hef­ur Trump látið hafa eft­ir sér að und­an­förnu að hann sýni stríðsbrölti Rússa skiln­ing og að hann gæti endað stríðið á 24 klukku­stund­um með ein­föld­um samn­ingaviðræðum.

Trump hefur lofað ansi mörgu í gegnum tíðina. Hann lofaði til dæmis að byggja múr milli Bandaríkjanna og Mexíkó og láta Mexíkó borga fyrir hann. Hann stóð ekki við það.

“Það er bláköld pólitísk staðreynd að Trump er tapari. Hann varð þess valdandi að við [repúblikanar] töpuðum kosningunum 2018, hann tapaði kosningunum 2020, hann er ástæðan fyrir því að við töpuðum kosningunum 2022 og hann mun tapa kosningunum 2024.” Þetta segir John Bolton, sem Trump skipaði Þjóðaröryggismálaráðgjafa Bandaríkjanna og rak svo eins og hans er von og vísa. Trump kallaði Bolton fávita eftir að hann rak hann að sjálfsögðu. En ef Trump er svona klár af hverju ræður hann svona marga fávita sem hann þarf svo að reka? Trump hefur auðvitað skýringu á því. Hann er bara að nota þá á meðan það hentar honum. Trump er jú að eigin sögn mjög stabíll snillingur.


mbl.is Búa sig undir að Trump snúi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér sérðu veikindin TDS hefur tekið þessa manneskju.

Trump gerir alltaf það sem hann segir.

Wally (IP-tala skráð) 6.5.2023 kl. 07:20

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hæ, Wally. Ertu að halda því fram að Trump hafi klárað að byggja múrinn og að Mexíkó hafi borgað fyrir hann? 

Wilhelm Emilsson, 6.5.2023 kl. 07:33

3 identicon

1 Svo segir Jehóva við sinn smurða, við Kýrus (Dónald Trump), sem ég held í hægri höndina á, til þess að leggja að velli þjóðir fyrir augliti hans og spretta belti af lendum konunganna, til þess að opna fyrir honum dyrnar og til þess að borgarhliðin verði eigi lokuð:

2 Ég mun ganga á undan þér og jafna hólana, ég mun brjóta eirhliðin og mölva járnslárnar.

3 Ég mun gefa þér hina huldu fjársjóðu og hina fólgnu dýrgripi, svo að þú kannist við, að það er ég, Jehóva, sem kalla þig með nafni þínu (Dónald Trump), ég Ísraels Guð.

4 Vegna þjóns míns Jakobs og vegna Ísraels, míns útvalda, kallaði ég þig með nafni þínu, nefndi þig sæmdarnafni (Forseta Bandríkjanna), þó að þú þekktir mig ekki. (Jesaja 45).

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.5.2023 kl. 10:00

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Trump yrði nú aldeilis ánægður með þetta, Guðmundur Örn smile

Wilhelm Emilsson, 6.5.2023 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband