Sandpólitík

Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallups er Flokkur fólksins með 6% fylgi. Fólkið er greinilega ekki að kaupa það sem sem flokkurinn er að selja, jafnvel þótt flokkurinn segist ætla að "útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi". Kannski eykst fylgið um brot úr prósenti ef flokkurinn lofar heimsfriði. Kannski ekki.

Er það möguleiki að Flokkur fólksins sé, eins og margir smáflokkar, byggður á sandi? 


mbl.is Katrín með „augun full af sandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Vinsældir byggjast ekki á því hvort þú ert verðugur, heldur hvort þú hefur fylgi fjöldans, sem fer svo eftir því hvort þú hefur fengið auglýsingu eða stuðning frá einhverjum sem hefur völd. Alveg sama þótt litlu flokkarnir séu beztir eða verstir, þeir eru ekki metnir að verðleikum. Árið 1900 hafði fólk sjálfstæða skoðun, ekki lengur. 

Íslendingar nútímans eru dýr, skepnur, hjarðhugsunin ræður öllu. Þessvegna er alltaf hægt að bjóða uppá valdaflokka sem svíkja kosningaloforð. Gullfiskaminnið ræður. Flokkur sem hefur verið í lægð í nokkur ár fær sér nýjan formann og lofar öllu fögru. Gengur ekki fyrir Flokk fólksins, þeir eru of litlir. Gengur fyrir Samfylkinguna, hún var einusinni við völd, þegar hrunið varð 2008. Þessvegna trúir fólk því að þeim gangi vel að stjórna landinu. 

Undirmeðvitundin segir að dvergurinn sé fúskari en risinn sé alvöru.

Ingólfur Sigurðsson, 8.5.2023 kl. 23:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei.

En til að ná ofangreindum markmiðum þurfa einfaldlega fleiri að kjósa með þeim.

Það er ekki flókið en afar mikilvægt að muna þegar í kjörklefann er komið.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2023 kl. 23:57

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Gott að þú hefur trú á fólkinu í landinu. Trúin flytur fjöll. Gangi þér vel að láta fólk kjósa rétt í kjörklefanum.

Við erum sammála um að gefa þarf öðrum séns á að stjórna.

En ég held því enn fram að kosningahegðun stjórnist ekki af sannfæringu.

Muna, þora að kjósa rétt, já, vonandi.

Ingólfur Sigurðsson, 9.5.2023 kl. 00:02

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kærlega fyrir athugasemdirnar, Ingólfur og Guðmundur. Fólkið kýs það sem það vill, eða heldur að það vilji, er það ekki, Ingólfur? Svo má alltaf deila um hvort það kýs "rétt."  

Wilhelm Emilsson, 9.5.2023 kl. 00:53

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Svo má bæta því við að Samfylkingin var nú orðin asni smá. Í Alþingiskosningunum 2021 fékk hún 9.9%. Flokkur fólksins fékk 8.8%. Þarna munar nú ekki miklu.

Wilhelm Emilsson, 9.5.2023 kl. 00:58

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo það sé á hreinu þá "læt" ég engan kjósa "rétt" í kjörklefanum.

Eina sem ég vildi benda á er að ef þú vilt eitthvað verður þú að kjósa það.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.5.2023 kl. 01:40

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, Guðmundur. Ég held að þetta sé á hreinu smile

Wilhelm Emilsson, 9.5.2023 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband