Dagur stöðugleika
27.5.2023 | 07:04
"Þannig muni verðtryggingin hverfa þegar stöðugleiki verður kominn í hagkerfið," er haft eftir Sigurði Inga innviðaráðherra í greininni. Nú er ég enginn hagfræðingur en er dagur stöðugleika í íslensku hagkerfi ekki sami dagurinn og þegar frýs í helvíti?
Komi til greina að banna 40 ára verðtyggð lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sá dagur var kominn en svo létu þau hann fara án þess að gera neitt til að afnema verðtryggingu, jafnvel þó þeim hafi fyrir löngu verið afhent verkfæri til þess.
Að vísa síendurtekið til þess að ná þurfi einhverjum stöðugleika áður en hægt sé að afnema verðtryggingu er blekkingarleikur. Það þarf nefnilega fyrst að útrýma þessari uppsprettu óstöðugleika til þessa að geta svo náð hinum margumtalaða stöðugleika.
Það þarf ekki hagfræðing til að skilja þetta, heldur til að skilja þetta ekki.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2023 kl. 15:49
Takk fyrir athugasemdina, Guðmundur. Veistu hvort eitthvað annað land en Ísland er með verðtryggingu?
Wilhelm Emilsson, 27.5.2023 kl. 19:28
Ekki á lánum til neytenda, nema í Chile og Ísrael en þar eru þau mjög óvinsæl.
Aftur á móti gefa mörg vestræn ríki út verðtryggð ríkisskuldabréf, en það er líka fullkomlega eðlilegt og allt annað en á við um lán til neytenda.
Það á nefnilega að vera hlutverk ríkisins að sjá fjármagnsmörkuðum fyrir verðtryggðum fjárfestingarkostum ef spurn er eftir þeim, en hér á landi hefur þessu verið snúið á haus eins og svo mörgu og því hlutverki verið velt yfir á neytendur, algjörlega að ósekju.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2023 kl. 19:35
Takk fyrir upplýsingarnar, Guðmundur. Eins og þú bendir á er mikill munur á ríkisskuldabréfum og almennum lánum. Verðtrygging var hugsanlega réttlætanleg--en ég er ekki sannfærður um það--í ákveðinn tíma, en ég er sammála þér að það ætti að vera löngu búið að aflétta henni.
Wilhelm Emilsson, 27.5.2023 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.