Norræn fangelsi

Þegar ég var við nám á Englandi var mér sögð saga um enskar fótboltabullur sem voru handteknar eftir óeirðir á fótboltaleikvangi í Svíþjóð. Kapparnir voru fangelsaðir. Þegar átti að láta þá lausu vildu þeir ekki yfirgefa fangelsið. Sænska fangelsið var miklu betra en ensk heimili þeirra.


mbl.is Ferðamaður gisti í fangageymslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Wilhelm.

Greinilega ekki á faralsfæti þá stundina eða talið fangelsið hápunkt ferðlags síns!

Húsari. (IP-tala skráð) 28.5.2023 kl. 05:36

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæll Húsari. Samkvæmt þeim sem sagði mér söguna sýndi hún fram á hnignun breska heimsveldisins, annars vegar, og yfirburði sænska (norræna) velferðakerfisins, hins vegar. Fótboltabullan hefði kannski saknað Englands að lokum. Hver veit?  

Wilhelm Emilsson, 28.5.2023 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband