Hvað er fjölbreytileiki?
7.6.2023 | 23:10
"Fjölbreytt samfélag er betra samfélag," segir þingmaðurinn. Er þetta rétt? Raunverulegur fjölbreytileiki þýðir ekki bara að fólk hafi skoðanir sem frjálslyndu fólki líkar við. Raunverulegur fjölbreytileiki þýðir einnig að fólk hefur skoðanir sem frjálslynt fólk hefur óbeit á, t.d. trúarofstæki, kynþáttafordóma og hatur á samkynhneigð. Ef við trúum því virkilega að fjölbreytileiki sé góður í sjálfu sér verðum við að viðurkenna fordóma og hegðun sem við teljum skaðlega. Erum við reiðubúin til þess? Ef við erum það ekki eigum við ekki að segja að fjölbreytt samfélag sé gott samfélag. Við verðum að vanda okkur og skilgreina hvað við meinum og hvað við viljum í raun.
Mannréttindi eins skerði ekki mannréttindi annars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fjölbreytileiki í útliti eða hegðun eða í skoðunum? Hvernig er hægt að styðja bara fjölbreytileika í útliti? Er það ekki þversögn?
Ef við bönnum eitthvað þá verður það tabú. Þá þrífst það í þögninni og magnast í reiði sem skapast af óréttlæti að mega ekki vera maður sjálfur, í útliti, skoðunum eða hegðun.
Ef við erum réttlát og þolum það sem við erum ósammála færumst við nær friðinum, held ég. Það er auðvelt að umbera þá sem eru með sömu stjórnmálaskoðun og maður sjálfur. Mesti sigurinn á fordómum manns eigin er að umgangast og þola alla hina. Elskið óvini yðar, sagði ekki Kristur það?
Ingólfur Sigurðsson, 8.6.2023 kl. 15:30
Takk fyrir athugasemdina, Ingólfur. Það er alveg rétt að of mikil bæling getur orsakað óróa. Þetta er spurning um jafnvægi. Í öllum samfélögum eru ákveðin tabú. Það er ágætt að gera greinarmun á skoðunum og gjörðum. Við höfum frelsi til að hugsa og tjá okkur í frálslyndum samfélögum en við getur ekki hagað okkur nákvæmlega eins og við viljum. Sumir fá kikk útúr því að berja aðra, til dæmis, en það er hegðun sem er refsiverð.
Wilhelm Emilsson, 8.6.2023 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.