Pönk eða diskó

Pönk eða diskó. Þetta skipti svo miklu máli á sínum tíma að það eru sennilega ekki ýkjur að halda því fram að menningarlegt borgarastríð hafi geisað í tónlistarheiminum á tímabili. En bestu pönkararnir, t.d. Clash, létu hvorki gagnrýnendur, hlustendur, né aðra tónlistarmenn setja sig á pólitískan bás og fóru að leika sér með diskóið. Lagið "Rock the Casbah" er gott dæmi um þetta. Bestu rokkararnir, t.d. Rolling Stones og Queen, lærðu af pönkinu. Lagið "Respectable" af Some Girls plötunni er dæmi frá Stones og "Sheer Heart Attack" af News of the World er dæmi frá Queen. Eftir á að hyggja voru hin hatrömmu átök um pönk og diskó að sumu leyti eins og rifrildið um hvort kók er betra en pepsí. Taktur er taktur. En orðið "skallapoppari" er frábært og ennþá betra þegar maður heyrir Jens Guð bera það fram.


mbl.is Hver er hinn upprunalegi skallapoppari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Gaman að þessu!

Jens Guð, 14.6.2023 kl. 09:26

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kærlega, Jens! smile

Wilhelm Emilsson, 14.6.2023 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband