Skaparinn og skrímslið
24.6.2023 | 09:15
Sú staða sem núna er kominn upp í Rússlandi er að öllum líkindum ekki staða sem Pútín reiknaði með í upphafi árásarinnar á Úkraínu. Prigósjín er skrímsli Pútíns og þeir sem hafa lesið Frankenstein, eða séð útgáfu af sögunni í bíó, vita að skrímsli getur snúist gegn skapara sínum.
Pútínskir samsæriskenningasmiðir er að sjálfsögðu byrjaðir að halda því fram að vesturlönd séu á bakvið atburðina en það eru nú bara fastir liðir eins og venjulega.
Pútín: Þetta eru landráð! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allt frá dögum Rómaveldis hafa menn spurt
Quis custodiet ipsos custodes? eða Hverjir eiga að gæta varðanna?
Nú virðist veldi Pútíns vera molna innan frá innsta hring varðanna
Varðmenn sem áður voru tilbúnir til að deyja fyrir foringjann
Grímur Kjartansson, 24.6.2023 kl. 11:04
Þetta er einmitt ein af þessum klassísku spurningum, Grímur. Takk fyrir að líta við.
Wilhelm Emilsson, 24.6.2023 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.