Menntun og stéttskipting
6.12.2023 | 09:38
Það er alltaf þess virði að hlusta á það sem Eiríkur hefur að segja. Ég vil samt benda á eitt. Hann segir:
Börn sem eiga foreldra sem eru í lægri tekjuhópum, með minni menntun, koma verr út. Það er náttúrulega mjög alvarlegt, vegna þess að það bendir til þess að málfarsleg stéttaskipting sé að aukast, sem er ekki gott vegna þess að það heldur áfram. Þessir unglingar sem koma þá illa út, detta kannski út úr skóla og eru þá fastir í láglaunastörfum þegar þeir fara á vinnumarkaðinn. Síðan þegar þau eignast börn þá heldur þetta áfram.
Ég skil hvað hann á við að sjálfsögðu. En er það slæmt í sjálfu sér að fólk sé í láglaunastörfum? Eru þetta ekki nettir stéttafordómar? Og er ekki betra að vera í láglaunastarfi heldur en að vera atvinnulaus menntamaður með níðþunga námslánabyrði á bakinu?
Fráleitt að gera skólana að blórabögglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.