Krafan um endalausan stuðning

Í greininni stendur: Jóna Flosadóttir "seg­ir stjórn­völd ekki hafa komið Fjöl­skyldu­hjálp­inni til aðstoðar við erfiðar aðstæður. Hún sé reiðubú­in að halda áfram ef stjórn­völd eru reiðubú­in að leggja sitt af mörk­um til stuðnings við bág­stadda hér á landi". Hún talar eins og það sé ekki rándýrt velferðarkerfi í landinu. Hvers vegna í ósköðunum á ríkið, sem er fjármagað af skattborgurum, að styðja hinn ört vaxandi hóp af félögum og samtökum í landinu? Stofnið endilega góðgerðasamtök, trúfélög, íþróttafélög, lífskoðunarfélög o.s.frv. en þau eiga að vera á ábyrgð þeirra sem reka þau og þeirra sem vilja styðja þau með frjálsum framlögum, ekki skattborgara. Skattborgarar allra landa sameinist og segið nei við þessu rugli!


mbl.is Fjölskylduhjálp Íslands að leggja upp laupana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Í Viðskiptablaðinu kemur fram að Hagsmunasamtök heimilana hafi fengið 20 miljón króna í styrki frá sessunautum formansins á Alþingi 

Grímur Kjartansson, 29.2.2024 kl. 08:16

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir upplýsingarnar, Grímur.

Wilhelm Emilsson, 1.3.2024 kl. 00:05

3 Smámynd: vaskibjorn

Þarna fá hundruð manna matargjafir ég held 2 eða 3 í viku,ég spyr hvar fær þetta fólk að borða ef Ásgerður lokar?

Kv. Björninn

vaskibjorn, 1.3.2024 kl. 09:28

4 Smámynd: vaskibjorn

Rétt skal vera rétt það voru 28,643 úthlutanir bara árið "23 sem gerir 550 skammtar á viku...halló hvar er góða fólkið,nú er lag og bjóða heim í mat.

Kv.Björninn

vaskibjorn, 1.3.2024 kl. 22:38

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Björn. Í fyrsta lagi bera einstaklingar og fjölskyldur ábyrgð á sjálfu sér. Í öðru lagi, ef einstaklingar og fjölskyldur þurfa á aðstoð að halda er velferðarkerfið, eitt hið besta í heimi, til staðar. Svo geta góðgerðarsamtök og einstaklingar hjálpað til ef þeir vilja eins og þú ýjar að. Ég er að benda á að það séu takmörk fyrir því hvað ríkið eigi og geti gert.

Wilhelm Emilsson, 4.3.2024 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband