Bjórbannið

Ég reyni stundum að útskýra bjórbannið fyrir útlendingum. Það er alveg vonlaust. Þeir skilja ekki hvers vegna það mátti kaupa sterk vín og léttvín en ekki bjór. Ég reyni að skýra út fyrir þeim að ein af röksemdunum hafi verið sú að það að leyfa bjór myndi auka líkurnar á dagdrykkju og að ef bjórinn yrðu leyfður yrðum við eins og Danir, alltaf fullir. Útlendingar hrista bara hausinn og verða vandræðalegir. Maður þarf að vera islenskur til að skilja þetta laughing 


mbl.is Man ekkert hvar hann var 1. mars 1989
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Lagið "Bjórlíki" með Ladda af plötunni "Einn voða vitlaus" frá 1985 lýsir þessu mjög vel. Ljóðmælandinn þykist verða fullur af bjórlíki og hugsunin hættir að vera skýr. Mig minnir að kommarnir á þingi hafi ráðið þessu bjórbanni, eins og að Kanasjónvarpið átti að geta drepið menninguna. Kommúnistar voru miklu þjóðræknari þá og öflugri.

Tvískinnungurinn er að í dag flæðir miklu meira enskt efni inn í gegnum Netið, og allir komast í vímu sem vilja. Þarna er ekki samræmi, búið að gefa upp hugsjónir.

Nei, það var mikið drukkið af sterku víni þegar bjórbannið var. Gagnslaust.

Ingólfur Sigurðsson, 5.3.2024 kl. 12:27

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Iss það er ekkert mál að útksýra þetta allt fyrir útlendingum:

Segðu bara "Politiker sind Dummköpfe"

Eða: "los politicos son tontos"

Eða: "our politicians are retarded"

Ásgrímur Hartmannsson, 5.3.2024 kl. 15:36

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að minna á þetta gamal Laddalag, Ingólfur. Það er af mörgu að taka svosem, en sala á bjórlíki er kannski það fáranlegasta sem Íslendingar hafa gert. Og menn keyptu og drukku þetta! Já, flestir kommar voru á móti bjórnum held ég en voru það ekki fleiri? Jú, jú, kommúnistar og fleiri voru náttúrulega á móti Kanasjónvarpinu en eins og þú bendir á er þessi barátta löngu töpuð. Að mínu mati er vonlaust að einangra sig frá erlendum áhrifum í nútima samfélagi en trixið er að viðhalda þjóðmenningunni og aðlaga hana nýjum veruleika. Það gengur nú svona upp og ofan á Íslandi.

Það var allavega séríslensk pólitisk og menningarleg bilun að banna bjór, Ásgrímur! En það fyndnasta er, finnst mér að maður skildi rökin, en getur ekki skýrt þau út fyrir öðrum því eru svo klikkuð tongue-out Maður var orðinn samdauna geðveikinni.

Wilhelm Emilsson, 6.3.2024 kl. 00:49

4 Smámynd: Jens Guð

Fræbbblarnir afgreiddu sitt viðhorf bærilega í laginu "Bjór".  https://youtu.be/YizMSB-7fSc

Jens Guð, 7.3.2024 kl. 06:20

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég var einmitt að hugsa það sama, Jens. Frábært lag, texti og flutningur! Stutt, hnitmiðað og ekkert gítarsóló. Ekta pönk!

Wilhelm Emilsson, 8.3.2024 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband