Inngildandi

Í greininni stendur:

Seg­ir Dag­björt frá heimasíðunni Miðju máls og læsis þar sem finna megi fjöl­breytt­ar upp­lýs­ing­ar um ýmsa siði, „allt varðandi inn­gild­andi sam­fé­lag hjá okk­ur. . . .

Inngildandi samfélag“. Orðið inngildandi er þýðing á enska orðinu inclusive en þetta hljómar hræðilega að mínu mati. En kannski er ég ekki nægilega inngildandi.


mbl.is Ramadan-fræðsluefni aðeins til upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hún er að gildishlaða. Mér finnst orðið í sjálfu sér kannski ekki eins slæmt og þér, en er sammála að þarna hefði átt að standa innifalið. Í þessu samhengi, sem fréttin er, lýsir orðið aðeins hennar skoðunum, og hennar líka á gildi okkar menningu, -á hinu hefur hún tæpast vit.

Ég vann með múslimum í nokkur ár og þeir tóku mið af því hvar þeir voru staddir, þ.e. í N-Noregi. þeim kom ekki til hugar að taka ramadan með sér í vinnuna þó svo að þeir viðurkenndu sína trú. Ramdan er að mér skilst fasta, svona eitthvað svipuð og að við tækum  páskaföstuna hátíðlega.

Einn þeirra lét okkur þó alltaf vita ef hann tók ramadan og það gerði hann árlega þennan tíma sem ég var. Eitt árið fórum við tveir í verkefni uppí fjöll þar sem hvorki var rafmagn né símasamband og þurftum að gista saman í örlitlu torfhúsi.

Félagi minn frestaði ramdan þá daga sem við vorum þar, ekki vegna þess að ég bæði hann um það heldur af sjálffundinni inngildingu. Hann sagði norskum vinnufélögum frá þessari frestun þegar við komum til byggða. Þeir spurðu hvort hann hefði ekki bara verið nær guði svona hátt uppi í fjöllum með Magnúsi.

Þessir múslímsku vinnufélagar mínir voru fínir og gerðu sér vel grein fyrir því að þeir bjuggu í norsku samfélagi og það var þeirra að aðlaga sig. Ég á kannski eftir að hnoða í langloku um kynni mín af þeim hér á blogginu rétttrúnaðinum til inngildandi yndisauka. 

Set hérna langlokuna sem ég hnoðaði saman um ferð okkar félaganna þegar ramadan var frestað.

https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2277669/

Magnús Sigurðsson, 16.3.2024 kl. 07:15

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kærlega fyrir athugasemdina, Magnús. Ég hlakka til að lesa það sem þú skrifaðir og vonandi skrifarðu meira öllum til inngildandi yndisauka (0:

Það gleymist stundum að fólk frá múslimaríkjum kemur til Vesturlanda vegna þess að það þyrstir í frelsið og tækifærin sem Vesturlönd bjóða uppá og það fólk vill aðlagast. 

Wilhelm Emilsson, 16.3.2024 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband