Hvað er málið?

Í greininni stendur:

„Ég hef enga rosa­lega trú á því að ís­lenskri tungu verði viðhaldið með lög­um. Ef þetta snýst um það hvort þjóðin vill halda í tungu­málið og ef hún vill það þá á ekki að þurfa lög til þess. Mér finnst al­veg mega skoða það hvort það eigi eitt­hvað að herða á lög­um hvað þetta varðar, sem sagt hvað varðar notk­un fyr­ir­tækja og einkaaðila á ís­lensku á op­in­ber­um vett­vangi,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Ég skil ekki alveg hvað Eiríkur er að fara þarna. Hann segist hafa „enga rosa­lega trú á því að ís­lenskri tungu verði viðhaldið með lög­um“ en segir líka að það megi „skoða það hvort það eigi eitt­hvað að herða á lög­um hvað þetta varðar“. Ef málinu verður ekki viðhaldið með lögum hvers vegna þá að setja eða herða lög um málnotkun? 


mbl.is Íslendingar eftirbátar Eista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eiríkur er því miður eins og vindhani í þessum málum. Einn daginn amast hann við þeim og sakar jafnvel menn um annarlegan hugsanahátt sem vilja beita sér. Hinn daginn talar hann um slæmt ástand og segir okkur sem þjóð, ekki standa okkur nógu vel. Hann fær að vísu prívatathygli út á vindganginn -  kannski að það sé málið hjá honum.

Arnar (IP-tala skráð) 1.4.2024 kl. 08:07

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Arnar. Já, ég er sammála því að Eiríkur virðist sveiflast til í afstöðu sinni til íslenskunnar. 

Wilhelm Emilsson, 2.4.2024 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband