Gloppa

Að mínu mati er það fáránlegt að manneskja sem hefur boðið sig fram til forseta geti á sama tíma verið forsætisráðherra. Þetta er borðleggjandi dæmi um hagsmunaárekstra. Að þetta sé mögulegt sýnir að það er stór gloppa í stjórnkerfinu. Lögum þetta sem fyrst.


mbl.is Skrökva vonandi ekki að forsetanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ættu þá ekki allir sem fara í framboð eða sækja um opinbert embætti að segja upp sinni vinnu? Ættu ekki þeir þingmenn sem sem sækjast eftir áframhaldandi þingmennsku að víkja af Alþingi? Í hverju eru þeir hagsmunaárekstrar fólgnir? Forsætisráðherra hefur ekkert vald í forsetakosningum frekar en skúringarkona í banka. Foesætisráðherra ræður engu um hverjir bjóða sig fram, hvernig kosið er, hverjir sitja í kjörstjórn o.s.frv. Það væri annað ef forsætisráðherra ætlaði einnig að vera forseti. 

Vagn (IP-tala skráð) 8.4.2024 kl. 03:32

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég skil þitt sjónarmið, Vagn. Það mætti þá alveg eins segja að forsætisráðherra gæti farið í forsetaframboð og haldið gamla starfinu ef hún tapaði. En það að vera forsætisráðherra eða forseti er ekki venjulegt djobb. Þess vegna segir forsætisráðherra að sér, hættir þingmennsku og segir af sér sem þingflokksformaður. 

Wilhelm Emilsson, 8.4.2024 kl. 19:47

3 identicon

Framboð, ef vel á að standa að því, er sennilega full vinna og rúmlega það. Það er líklegasta ástæða þess að segja sig frá öðrum störfum. Því annað gefur enga ástæðu til að segja sig frá störfum. Það eitt að setja sig á lista frambjóðenda kemur ekki í veg fyrir að viðkomandi geti starfað sem þingmaður, flokksformaður eða forsætisráðherra. Svo er ekki auðvelt að draga línu og segja venjulegt djobb- þessi má fara í framboð, ekki venjulegt djobb- þessi má ekki fara í framboð. Þá eru menn farnir að skauta ansi nálægt stjórnarskrárbroti.

Vagn (IP-tala skráð) 8.4.2024 kl. 23:25

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Vagn.

Það eru kannski engar reglur um þetta og það má færa rök fyrir því að það sé ósanngjarnt að allir megi ekki fara í forsetaframboð. En Stjórnarskráin segir alla vega: "Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja." Katrín ákvað að segja af sér sem forsætisráðherra, hætta þingmennsku og hætta sem flokksformaður. Það finnst mér eðlilegt og ætti að mínu mati að taka gildi strax en ég ræð auðvitað engu um það wink

Wilhelm Emilsson, 9.4.2024 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband