Stríð eða friður
11.4.2024 | 02:42
Sá myndbandið hans Ástþórs. Skilaboðin eru: gerið mig að forseta eða Rússar gera kjarnorkuárás á Ísland.
![]() |
Vefur Ástþórs hrundi klukkan 20 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2024 | 02:42
Sá myndbandið hans Ástþórs. Skilaboðin eru: gerið mig að forseta eða Rússar gera kjarnorkuárás á Ísland.
![]() |
Vefur Ástþórs hrundi klukkan 20 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Wilhelm.
Ástþór bendir aðeins á vitfirringu þess að ögra og hreinlega taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn kjarnorkustórveldi, sem reyndar hefur ætíð sýnt Íslandi vinsemd og stuðning - sem þú getur líka örugglega lesið þér til um.
Í myndbandinu reynir Ástþór sömuleiðis að vara við við þeim frambjóðendum sem sýnt hafa með fyrra hátterni hvern mann þau raunverulega hafa að geyma - ef við líkt og fyrir galdur værum búinn að gleyma því.
Jónatan Karlsson, 11.4.2024 kl. 09:53
Takk fyrir athugasemdina,Jónatan. Ég hef lúmskt gaman af Ástþóri en hann er ekki sannfærandi að mínu mati og ég held að fylgi hans styðji þá skoðun mína.
Wilhelm Emilsson, 11.4.2024 kl. 18:24
Ég tek undir allt sem Jónatan segir. Það er alltaf á brattann að sækja fyrir þá sem eru ekki inná Topp 10 vinsældarlista íslenzku þjóðarinnar, sem viðurkenndir fræðingar eins og Baldur, álitsgjafar, fastagestir á RÚV, Katrín, tákn fyrir hlýðnispekt við Woke-tízku nútímans. Nei það er satt að erfitt er að telja Ástþór sannfærandi, því hann minnir á ótalmarga sem segjast geta gert betur, en aðeins þeim er treyst af fjöldanum sem hafa skrásett vörumerki Elítunnar, fastagestir í fjölmiðlum.
En Ástþór að þessu leytinu hefur alveg rétt fyrir sér, Katrín og Nató liðið hefur stigmagnað stríðsátök, ekki Ástþór.
En gott að vekja máls á þessu Wilhelm, þótt við túlkum Ástþór ekki eins.
Ingólfur Sigurðsson, 11.4.2024 kl. 18:34
Takk fyrir að líta við, Ingólfur. Ég held að við séum sammála um að tjáskipti skipta meira máli en að vera alltaf sammála
Wilhelm Emilsson, 13.4.2024 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.