Formaðurinn talar

Í ræðu sinni segir Formaður Samfylkingarinnar:

Samfylkingin hefur ítrekað lagt fram tillögur við fjárlög sem fela í sér styrkingu á tilfærslukerfunum okkar; barna-, húsnæðis- og vaxtabætur. 

Hugmyndin er einföld: Að fylgja fordæmi nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum þar sem þríhliða samstarf ríkis, vinnumarkaðar og atvinnurekanda hefur orðið til þess að traust í kjarasamningsviðræðum hefur verið meira en hér vegna þess að launþegar geta treyst á að ef efnahagsaðstæður breytast muni velferðarkerfið grípa fólk betur og bæta kjör þess svo ekki þurfi að koma til meiri launahækkana. Þetta styrkir líka stöðu fyrirtækja.

Það er ömurleg stefna að gera sem flesta að bótaþegum. Tökum sem dæmi vaxtabótakerfið. Hvers vegna í ósköpunum á skattþegi að niðurgreiða skuldir samborgara sinna?  


mbl.is Kristrún varar flokksmenn við kæruleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vaxtabætur eru ekkert nema niðurgreiðsla á vöxtum sem eru of háir. Færa má rök fyrir því að einmitt vegna vaxtabóta sé hægt að innheimta hærri vexti en ella. Það er kostnaður fyrir skattgreiðendur en ávinningur fyrir lánveitendur.

Ef stjórnvöld myndu taka á vaxtaokrinu og setja því skorður þannig að ekki sé hægt að innheimta of háa vexti, yrðu vaxtabætur óþarfar sem væri langbest. Ég minnist þess ekki að Samfylkingin hafi nokkruntíma haft neitt slíkt á stefnuskrá sinni.

Það eina sem sá flokkur hefur viljað í því sambandi er að taka upp evru og svo er því haldið fram að með því muni vextir sjálfkrafa lækka hér á landi. Það er villukenning því vextir eru í raun mjög misjafnir í löndum sem nota evru. Ísland myndi ekki breytast í land eins og Þýskaland eða Holland með upptöku evru. Miklu líklegra er að umhverfið hér yrði svipað og í öðrum smærri jaðarríkjum Evrópu eins og t.d. Eystrasaltslöndunum, en þar eru húsnæðisvextir miklu hærri en í Mið-Evrópu. Punkturinn með þessu er sá að vaxtastigið er sjálfstætt viðfangsefni og upptaka evru ekki nein töfralausn á því.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2024 kl. 17:58

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Guðmundur.

Ég held að þú hafir rétt fyrir þér. Það má færa góð rök fyrir því að vaxtabætur ýti undir háa vexti, eins og þú bendir á. Það sama má segja um húsaleigubætur, að mínu mati. Ég skil hugmyndafræðina á bak við bótakerfi eins og þau sem við erum að tala um en ég held að slík kerfi virki bara ekki alltaf almennilega og geti gert illt verra.

Það eru sennilega einhvern tengsl milli gjaldmiðils og vaxta en ég er sammála þér að það að taka upp Evru myndi ekki sjálfkrafa lækka vexti. Dæmin sem þú bendi á segja sína sögu.

Wilhelm Emilsson, 21.4.2024 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband