Norskt réttlæti

Ég verð að játa að ég skil ekki hvernig refsiramminn virkar í norsku réttarkerfi. Anders Breivik myrti 77 manneskjur með köldu blóði og fékk fyrir það 21 árs fangelsisdóm. Miðað við það ætti ekki lögregulumaðurinn að fá nokkrar sekúndur fyrir brotið sem hann er dæmdur fyrir? 


mbl.is Norskur lögreglumaður dæmdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Steinn Guðmundsson

Breivik fékk 21 árs „forvaring“ (bókstafleg þýðing varðveisla) sem táknar að framlengja má refsingu hans án nýrra réttarhalda. Ráðstöfun sem snýr að háskalegustu afbrotamönnum og tryggir í raun að hægt sé, krefji almannaheill, að hafa þá bak við lás og slá alla ævi. Þyngsta mögulega fangelsisrefsing í Noregi er hins vegar 21 ár svo þyngri dómur verður aldrei felldur í einu lagi, en Norðmenn hafa sem sagt þetta úrræði sem Breivik var beittur auk þess sem eitthvað á milli 10 og 20 forvaring-fangar afplána nú í Noregi muni ég það rétt. -Atli

Atli Steinn Guðmundsson, 27.4.2024 kl. 10:50

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kærlega fyrir upplýsingarnar, Atli Steinn. Veistu hvort að þessu úrræði hefur verið beitt í Noregi? 

Wilhelm Emilsson, 27.4.2024 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband