Byltingarkennd hugmynd

Hér er byltingarkennd hugmynd. Hvernig væri að fullorðið fólk taki ábyrgð á lífi sínu, í stað þess að fela sig á bakvið þá vafasömu hugmyndafræði að drykkja og fíkniefnanotkun sé sjúkdómur sem skattborgarar beri ábyrgð á?


mbl.is „Óásættanlegt að ríkisstjórnin hunsi fíkniefnavanda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki byltingarkenndari en svo að ýmislegt annað sem fólk gerir skaðlegt heilsu sinni hefur í áratugi verið nefnt í sama samhengi og þú gerir. Á síðustu öld mátti sjá svipuð ummæli á lesendasíðum dagblaða. -- "Hér er byltingarkennd hugmynd. Hvernig væri að fullorðið fólk taki ábyrgð á lífi sínu, í stað þess að fela sig á bakvið þá vafasömu hugmyndafræði að heilsubrestur vegna yfirþyngdar sé sjúkdómur sem skattborgarar beri ábyrgð á?" -- "Hér er byltingarkennd hugmynd. Hvernig væri að fullorðið fólk taki ábyrgð á lífi sínu, í stað þess að fela sig á bakvið þá vafasömu hugmyndafræði að krabbamein vegna reykinga sé sjúkdómur sem skattborgarar beri ábyrgð á?" -- "Hér er byltingarkennd hugmynd. Hvernig væri að fullorðið fólk taki ábyrgð á lífi sínu, í stað þess að fela sig á bakvið þá vafasömu hugmyndafræði að æðakölkun vegna hreyfingarleysis sé sjúkdómur sem skattborgarar beri ábyrgð á?" o.s.frv.

Það er ekki margt sem eftir stendur ef samtryggingin á ekki að ná yfir sjúkdóma og slys sem rekja má með einhverjum hætti til þess sem fyrir verður. Þá væri eins gott að vera með allar bólusetningar sem bjóðast, kort í ræktinni, engan glannaskap í umferðinni og tómstundum, mikið grænmeti og náttúrulega ekkert vín eða tóbak ef heilbrigðiskerfi ríkisins á bara að vera fyrir þá sem ekkert gátu gert til að forðast heilbrigðisvandann sem hrjáir þá.

Vagn (IP-tala skráð) 30.4.2024 kl. 19:45

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir hressilega athugasemd. Ertu að segja að einstaklingar beri enga ábyrgð á eigin heilsu? 

Wilhelm Emilsson, 1.5.2024 kl. 01:55

3 identicon

Einstaklingar bera fulla ábyrgð gagnvart sjálfum sér. En einstaklingum ber engin skylda til að haga sínu lífi eins og best er fyrir ríkið, eða þig.

Vagn (IP-tala skráð) 1.5.2024 kl. 19:17

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið. Svo lengi sem fólk brýtur ekki lög eða fer ekki illa með aðra, er ég sammála þér, Vagn.

Wilhelm Emilsson, 1.5.2024 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband