Ha?
3.6.2024 | 20:08
Hér er hluti úr frétt á RÚV.is:
Sagði hún [dómsmálaráðherra] að ráðherrar hefðu ekki komist til og frá ríkisstjórnarfundi ef ekki hefði verið fyrir lögreglu.
Lögregla starfar eftir mjög skýru verklagi og gerði það, sagði Guðrún.
Þórhildur Sunna gaf lítið fyrir orð dómsmálaráðherra.
Ráðherra dómsmála á Íslandi getur bara ekki leyft sér að hafa einhverja skoðun á því hvernig lýðræðið virkar og hvernig réttur fólks til að mótmæla virkar.
Ha? Þórhildur Sunna segist styðja skoðana- og tjáningafrelsi en vill taka það af dómsmálaráðherra. Myndi hún fara eftir þessu sjálf ef hún væri dómsmálaráðherra? Ég held ekki enda væri það fáránlegt.
Hefðu ekki komist ferða sinna án aðkomu lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég man ekki til þess að Sunna hafi nokkurntíma verið neinn sérlegur stuðningsmaður málfrelsis. Eða hvernig mótmæli virka.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.6.2024 kl. 20:44
Takk fyrir að líta við, Ásgrímur. Þessi frétt getur til kynna að Þórhildur Sunna vilji málfrelsi fyrir suma en ekki aðra. Það er nokkuð algengt viðhorf.
Wilhelm Emilsson, 3.6.2024 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.