Lög

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir: „Það er bannað að loka göt­um án þess að fá leyfi frá lög­reglu og þér ber að hlýða lög­reglu, við lít­um þannig á það." Þetta á ekki að vera spurning um hvernig lögreglumenn eða aðrir líta á" hlutina. Hvað segja lögin? Í 19. grein lögreglulaga nr. 90/1996 segir að almenningi sé „skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.“ Margir mótmælendur „líta þannig á það" að þeir þurfi ekki að hlýða fyrirmælum lögreglu. Svona hlutir verða að vera á hreinu. Annars er voðinn vís bæði fyrir einstaklingana og samfélagið.

Heimild: Vísindavefurinn.


mbl.is Lögreglumenn pirraðir á orðræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrítin öll þessi umferð um Bláa Lónið á meðan á meðan öll umferð í Grindavík var bönnuð.

Má tveimur bláum línum í þjóðfána líkja við nasista fána? :)

Möntrur eins og " einhversstaðar þurftu þeir að vera " eru auðvitað niðurlægjandi möntrur.

En mantra sem segir margt án þess að segja frekar mikið.

L. (IP-tala skráð) 5.6.2024 kl. 20:54

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mistök lögreglumanna: að hlusta á einhverja meðlimi í VG.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.6.2024 kl. 21:13

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, L og Ásgrímur. Ég verð að játa að ég skil ekki athugasemdina frá þér, L. 

Wilhelm Emilsson, 6.6.2024 kl. 18:07

4 identicon

Jafnmikið og ég skil ekki Fjölni Sæmundsson þegar lögreglu hefur verið ítrekað margbent á að hjólteiðafólk hjólar óhikað yfir gangbrautir og yfir gatnamót milli gangstétta og lögregla gert lítið úr þeim athugasemdum.

Þar sem hjólreiðafólk setur sig og aðra í stórhættu.

Kannski er ég að misskilja og líklega þessar gjörðir með öllu löglegar?

Eitthvað um hvort fólk vilji búa í Bandaríkjunum er líklega ein hallærislegasta gaslýsing mánaðarins.

Kveðja úr neðra:)

L. (IP-tala skráð) 7.6.2024 kl. 19:52

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, L. Þegar hjólreiðafólk brýtur umferðarlög þarf að taka á því, að sjálfsögðu. Ég er sammála því að þessi vitnun í Bandaríkin var vanhugsuð.

Wilhelm Emilsson, 7.6.2024 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband