Tveir Finnar

Þetta minnir mig á söguna um litla og stóra Finnann. Þeir sátu að sumbli eitt vetrarkvöld í Helsinki. Þeir kláruðu eina vodkaflösku. Litli Finninn sagði við stóra Finnann, "Þetta var góður vodki." Þeir drukku aðra vodkaflösku. Litli Finninn sagði við stóra Finnann, "Þetta var góður vodki." Þeir drukku aðra vodkaflösku. Litli Finninn sagði við stóra Finnann, "Þetta var mjög góður vodki." Þá sagði stóri Finninn við litla Finnann, "Erum við hér til að drekka eða erum við hér til að tala?"


mbl.is Finnland rýmkar áfengislög landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Finnskur drykkjuleikur:

2 menn sitja inni í herbergi og drekka vodka.  Svo fer annar út, og hinn á að giska hvor þeirra það var sem fór út.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.6.2024 kl. 20:26

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ha, ha. Maður þarf að vera Finni eða Íslendingur til að skilja þennan brandara. Hann er djúpur! 

Wilhelm Emilsson, 11.6.2024 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband