Hvað vilja Píratar?

Ég er að reyna að skilja hvað Píratar vilja. Eftirfarandi er frá flokknum:

Álykta Píratar að

1.Landamæri þjóða eru manngerð fyrirbæri sem koma oft í veg fyrir sjálfræði fólks og jafnræði á milli fólks af ólíkum uppruna.

Þýðir þetta að Píratar vilji engin landamæri? Það hljómar þannig. Ef Píratar vilja stuðla að "sjálfræði fólks og jafnræði á milli fólks af ólíkum uppruna" og trúa að landamæri hindri sjálfræði og jafnræði þá er rökrétt að þeir séu á móti "manngerðum fyrirbærum" eins og landamærum. En Anna Arndís Kristínardóttir, þingmaður Pírata, skrifaði í grein sem birt var á Visi.is 27. febrúar á þessu ári:

Fullyrðingin: Píratar vilja bara opna landamæri Íslands fyrir öllum.

Reyndin: Hvergi í alvarlegri umræðu um útlendinga og flóttafólk er verið að ræða hvort landamæri Íslands eigi að vera opin eða lokuð. Hvergi.

Þýðir þetta að málflutningur samtaka No Borders og ályktunin sem ég vitnaði í frá hennar eigin flokki séu ekki "alvarleg umræða" að hennar mati? En kannski er ég að misskilja eitthvað.


mbl.is Skilaboðin þau að flóttamenn séu hættulegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammál þarna.

Píratar flakka á milli skoðana, hvað er vinsælt hverju sinni.

Ekkert konkret frá þeim.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 14.6.2024 kl. 20:26

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Birgir!

Wilhelm Emilsson, 14.6.2024 kl. 21:43

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Píratar, eins og aðrir kommúnistar, eru bara að reyna að ná fótfestu, svo þeir geti haft völd og valdið skaða.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.6.2024 kl. 23:04

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, Ásgrímur. Ég veit ekki hvort að alvöru kommúnistar myndu vilja kalla Pírata kommúnista en Píratar eru yfirleitt á móti kapítalisma en tala líka stundum um að markaðslausnir séu góðar, þannig að maður veit ekki alveg hvað þeir vilja. 

Wilhelm Emilsson, 16.6.2024 kl. 02:49

5 identicon

Hægra er raunsæi, vinstra er draumhyggja,  hefur eitthvað af þessu liði sem lýsti því yfir á sínum tíma að það væri tilbúið að hýsa flóttafólk svo mikið sem boðið einum þeirra i hádegismat, hvað þá boðið því gistingu á heimili sínu í mánuði eða ár?  Endilega komið fram undir nafni og segið frá góðverkum ykkar eins og þið gerðuð þegar góðverkinu var lofað.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.6.2024 kl. 03:26

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, Bjarni. Ég man eftir þessum yfirlýsingum, t.d. boð um að hýsa flóttafólk í sumarhúsum. Það væri gaman að vita hve margir stóðu við slík boð, eins og þú bendir á.

Wilhelm Emilsson, 16.6.2024 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband