Börn og fullorðnir

Joe Biden er reyndar 81. Hann verður 82 tuttugasta nóvember. Ég er svolítið hissa á því hve hissa demókratar eru á því hvað hann stóð sig illa. Þeir sem hafa fylgst með honum tala og ganga síðustu árin ættu að vita að hann er langt frá því að vera í toppformi, svo ekki sé meira sagt. En Biden gæti svosem brugðist við eins Trump þegar hann tapaði forsetakosningunum 2020: "Ef ég á að vera hreinskilinn, þá vann ég þessar kappræður!" Pólitík snýst að miklu leyti um að hagræða veruleikanum. Eiginkona Bidens var allavega ánægð með sinn mann. Það var eins og hún væri að tala við barn: "Þú svaraðir öllum spurningum!" Talandi um börn, í kappræðunum sagði Trump við Biden þegar þeir voru farnir að rífast um hver væri betri í golfi:"Hættum að hegða okkur eins og smákrakkar." Biden svaraði: "Þú ert smákrakki!" Þetta er náttúrulega algert bíó. Það mætti kannski segja að Robert F. Kennedy Jr. hafi unnið þessar kappræður með því að vera ekki á sviðinu, því það er ekki ósennilegt að fylgi hans aukist svolítið eftir þessa sýningu.


mbl.is Biden illa fyrirkallaður og Demókratar áhyggjufullir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegt að heimsveldi innan sviga hafi ekki betra í boði.

Hlægilega vandræðalegt reyndar.

L (IP-tala skráð) 28.6.2024 kl. 23:55

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innlitið, L. Segðu! Þetta er tragíkómískt.

Wilhelm Emilsson, 29.6.2024 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband