Smá viðbót

Þess má geta að Al Jazeera var stofnað af æðsta valdamanni Katar og er að mestu fjármagnað af stjórnvöldum þess lands. Katar tekur ekki við neinum flóttamönnum frá Palestínu en þeir leyfa vellauðugum ráðamönnum Hamas að lifa í landinu í vellystingum.


mbl.is Al Jazeera fjallar um stöðu Yazans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er skilgreining þín um flóttafólk?

Fólk sem leitar tímabundið skjóls og gæti snúið hæglega aftur til heimalands síns þegar um hægist eða þá með varanlegri útlegð með engan möguleika að snúa aftur?

L (IP-tala skráð) 5.7.2024 kl. 01:59

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að líta við, L. Minn skilningur á orðinu flóttafólk nær yfir báða hópa. Ég tek fram að þetta byggir einungis á mínu málskilningi. 

Wilhelm Emilsson, 5.7.2024 kl. 04:38

3 identicon

Njáll Ferguson héldur því fram að Ísraelsríki hafi aldrei verið í betri málum en akkúrat núna.

Jórdanía hefur kannski ekki haft góða reynslu að taka við Palestínsku flóttafólki á árinu 1948.

Kannski er það lærdómurinn?

Margir gyðingar, zíonistar og múslimar virðast leggja fæð á evrópubúa. Um það virðast þeir vera sammála.

Og meira en líklega munu þeir á endanum sameinast um það.

L (IP-tala skráð) 7.7.2024 kl. 01:04

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég finn ekki hvar Njáll Fergusson segir þetta. En þegar ég var að leita las ég nýlega grein eftir hann þar sem hann lítur á baráttu Ísraels sem baráttu fyrir vestrænni menningu gegn íslamisma studdum af Íran.

En innan Ísrael eru auðvitað hópar sem eru ekkert spenntir fyrir vestrænni menningu og eiga miklu meira sameignlegt, þótt þeir myndu aldrei viðurkenna það, með klerka- og feðraveldum íslams en evrópskri menningu. 

Wilhelm Emilsson, 10.7.2024 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband