Orðræða

Ef Joe Biden hefði verið skotinn hefðu Repúblikanar sætt sig við svona orðræðu, sem er að sjálfsögðu fáránlega óábyrg? Nei, auðvitað ekki. En svona tal kemur auðvitað ekki á óvart. Og svo er líka byrjuð umræða á vinstri vængnum um að Trump hafi skipulagt árásina sjálfur. Enn og aftur, án sannana er allt svona tal óabyrgt svo ekki sé meira sagt. En samsæriskenningavélarnar eru komnar í gang og munu ekki stöðvast í bráð hvað sem hver segir.


mbl.is „Joe Biden gaf fyrirmælin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvert fór kúlan ? menn sjá mannfjöldann að baki Trump þar standa menn þétt kúla sem fer í gegn um brjósk í eyra breytir ekki um stefnu þannig að ekki er furða þó spurt sé

Guðbrandur Sverrisson (IP-tala skráð) 14.7.2024 kl. 14:13

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stundum er raunverulega fréttin sú sem er ekki sögð.

Einn var ráðinn af dögum í árásinni og það var ekki frambjóðandinn heldur einstaklingur sem sat í næstfremstu röð áhorfenda og hefur ekki verið nafngreindur.

Skotfærið var innan við 150 m. Þjálfuð skytta hefði hæglega getað hitt frambjóðandann bankaskoti af svo stuttu færi ef það var raunverulega ætlunin.

Það vakna því spurningar um hvort þetta hafi mögulega verið hönnuð atburðarás. Var sá sem var skotinn til bana e.t.v. hið raunverulega skotmark og allt hitt til að dreifa athygli frá því? Var kannski aldrei ætlunin að drepa frambjóðandann heldur aðeins særa?

Lýsingar vitna á háttsemi öryggisgæslumanna á vettvangi eru frekar til þess fallnar að kynda undir tortryggni en hitt. Ætluðu þeir kannski að "leyfa" þessu að gerast?

Hvað sem býr að baki spái ég því að þetta muni auka fylgi frambjóðandans.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2024 kl. 16:26

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Engin vopn, sem smíðuð verða móti þér (Donald Trump), skulu verða sigurvænleg, og allar tungur, sem upp rísa gegn þér til málaferla, skalt þú kveða niður.

Þetta er hlutskipti þjóna Drottins og það réttlæti, er þeir fá hjá mér segir Drottinn. (Jes. 54:17).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 14.7.2024 kl. 21:08

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Endurskoðun á fyrri athugasemd í ljósi nýrra upplýsinga:

Eftir því sem meiri upplýsngar hafa komið fram í dag virðist ólíklegt að sá sem lést hafi verið skotmark heldur hafi líklega orðið fyrir skoti sem var ætlað frambjóðandanum. Þá er fátt sem bendir til þess að skotmaðurinn hafi verið sérstaklega þjálfaður, líklegra virðist að hann honum hafi einfaldlega mistekist að hitta með nákvæmni.

Eftir stendur mikil hneykslan yfir þeim augljósu mistökum við öryggisgæslu sem gerðu tilræðismanninum kleift að koma sér fyrir óáreittur á húsþaki í innan við 150 metra fjarlægð frá sviðinu þar sem frambjóðandinn hélt sína ræðu. Ef allt væri eðlilegt hefðu öryggisverðir átt að vakta öll húsþök í nágrenninu. Rannsókn er hafinn á þessari hlið málsins og er ljóst að þar mun þurfa að svara ýmsum áleitnum spurningum.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2024 kl. 21:34

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, Guðbrandur, Guðmundur Örn, og Guðmundur Ásgeirsson. Mér finnst endurskoðuð athugasemd Guðmundar sannfærandi.

Wilhelm Emilsson, 16.7.2024 kl. 04:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband