Loforð

Trump reynir að telja fólki trú um að hann sé vegurinn, sannleikurinn og lífið. Menn muna kannski að hann ætlaði að byggja múr milli Mexíkó og Bandaríkjanna og láta Mexíkó borga fyrir hann. Það var náttúruleg bara lýgi, svo maður vitni í Elvis. Núna lofar Trump alheimsfriði, því hann er fæddur sölumaður og veit að margir, kannski flestir, eru barnslega auðtrúa.

Varðandi orð Selenskís, þá eru þau frekar fáránleg vegna þess að hann er ekki í neinni aðstöðu til að segja hverjum hann vilji vinna með. Hann verður að vinna með þeim sem vilja vinna með honum og ætti að sýna aðeins meira þakklæti fyrir þá aðstoð sem hann hefur fengið til þessa.  


mbl.is Trump ræddi við Selenskí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Guð gaf oss djörfung til að tala til yðar fagnaðarerindi Guðs, þótt baráttan væri mikil.

Boðun vor er ekki sprottin af villu né af óhreinum hvötum og vér reynum ekki að blekkja neinn.

En Guð hefur talið oss maklega þess að trúa oss fyrir fagnaðarerindinu.

Því er það, að vér tölum ekki eins og þeir, er þóknast vilja mönnum, heldur Guði, sem rannsakar hjörtu vor. (2. Þess. 2:2-4).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 20.7.2024 kl. 07:31

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Afsakið mistökin, þetta átti að vera 1. Þess. 2:4.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 20.7.2024 kl. 07:50

3 identicon

Það er mikill munur að hafa forseta við völd sem veit hvað kona er. Þar stendur Trump betur að vígi en Biden sem veit það ekki. Facebook

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2024 kl. 10:20

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, Guðmundur Örn og Helga. Guðmundur Örn fær mig alltaf til að glugga í Bíblíuna og skrif Helgu hvetja mig til að kynna mér betur kynjafræðina og pólitíkina í kringum hana. Aðgerðir Biden-stjórnarinnar í kynjamálum er að margra mati eitt af því sem fælir hinn almenna kjósanda frá flokki hans.

Wilhelm Emilsson, 20.7.2024 kl. 21:06

5 identicon

Í öllu því sem fjölmiðlar ásökuðu Trump um þá fór lítið fyrir fréttum um gjafmildi Trumps á Gólanhæðum.

Ef einhver ástæða er fyrir að kalla íslenska sendiherra heim frá einhverju landi þá ætti það vera frá Bandaríkjunum.

Orðræða Trumps jaðrar við messíasar áráttu eftir bana tilræðið.

Kannski að sami sértrúarsöfnuður standi á bakvið Trump og sá sem stendur bakvið Bíbí í Ísrael?

En sá söfnuður virðist eiga bækistöð á Íslandi.

L (IP-tala skráð) 20.7.2024 kl. 23:21

6 identicon

Hin endalausa spurning um hver summan að 1 og 10 væri, gæti kannski falist í leyndarmálum Greenburg Traurig og fyrrverandi sendiherra á Íslandi?

L (IP-tala skráð) 21.7.2024 kl. 00:57

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, L. Það var svo mikið í gangi í stjórnartíð Trumps að Gólan-hæðirnar gleymdust tiltölulega fljótt og Biden-stjórnin stóð við ákvörðun Trumps þegar hún tók við.

Wilhelm Emilsson, 21.7.2024 kl. 05:47

8 identicon

Hvaða stærri málefni voru til umræðu sem skyggðu á þessa fordæmalausu " ákvörðun " Trumps sem forseti Bandaríkjana???

L (IP-tala skráð) 26.7.2024 kl. 21:31

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hæ, L!


Nokkur dæmi: Barátta um landamæramúrinn, viðskiptastríð við Kína, spenna milli Íran og Bandaríkjanna--Trump samþykkti hernaðaraðgerð gegn Íran en dró hana svo til baka--heimsókn Trumps til Norður-Kóreu.

Wilhelm Emilsson, 26.7.2024 kl. 22:03

10 identicon

Er eitthvað sem þú nefnir sem brýtur gegn alþjóðalögum?

L (IP-tala skráð) 26.7.2024 kl. 23:11

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Við vorum bara að tala um hvað var í gangi á þessum tíma.

Wilhelm Emilsson, 27.7.2024 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband