Peningaslóðin
23.7.2024 | 23:21
Það sem vantar í þessa umfjöllun er að helstu styrktaraðilar demókrataflokksins sögðu að flokkurinn fengi ekki eitt einasta penní í viðbót frá þeim nema Joe Biden drægi framboð sitt til baka. Rannsóknarblaðamaðurinn Carl Bernstein, sem er frægastur fyrir að afhjúpa Watergate hneykslið ásamt kollega sínum Bob Woodward, bendir á þetta í viðtali við Anderson Cooper á CNN. Eins og sagt var þegar Bernstein og Woodward rannsökuðu Watergate málið, "Fylgið peningarslóðinni" (Follow the money). Peningaslóðin gefur oft bestu innsýn í það hvað er að gerast á bakvið tjöldin.
Ótrúleg atburðarás: 25 dagar frá kappræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Demókratar/Blackrock, Repúblikanar/Blackstone.
Bandaríkin eru olígarka ríki.
Tuggan er að hin vestræn ríki séu með bestu hugsanlegu/fáanlegu lýðræðis gæði.
Í beinni útsendingu við hrun Berlínar múrsins var sagnfræðingur spurður að því hvort þetta væri ekki fagnaðarstund. Sagnfræðingurinn svaraði því neitandi,því nú tæki við fasisminn.
L (IP-tala skráð) 26.7.2024 kl. 01:50
Þessi sagnfræðingur augljóslega kjáni.
Wilhelm Emilsson, 26.7.2024 kl. 21:41
Og finnst þér óþarfi að rökstyðja þitt svar?
L (IP-tala skráð) 26.7.2024 kl. 23:55
Er fasismi á Íslandi, er fasismi í Bandaríkjunum? Það er augljóst að þessi fasistaspá gekk ekki eftir. Sagnfræðingur sem var hryggur þegar Berlínarmúrinn hrundi er furðuverk og/eða á bandi kúgunarafla kommúnismans.
Wilhelm Emilsson, 27.7.2024 kl. 01:48
Skil þig.
En þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég horfði á fyrirlestur um ef ákveðið mótvægi væri ekki til staðar þá mótaðist fasismi, skipti þá engu hvort hægri eða vinstri öfl væru við völd.
Vesturlönd eru ekki á réttri leið, þau eru að éta undan sér.
L (IP-tala skráð) 28.7.2024 kl. 00:34
Öfgar til hægri og vinstri eru alltaf fyrir hendi, held ég. Það er að sjálfsögðu ýmislegt að á Vesturlöndum, eins og til dæmis Celine Dion og farsímar.
Wilhelm Emilsson, 29.7.2024 kl. 03:02
Einu sinni var talað um þráðlausa síma.
En þýðing orðsins " sími " er einfaldlega þráður.
Eitthvað er að, alveg á hreinu!
L (IP-tala skráð) 31.7.2024 kl. 01:50
Nýju föt keisarans?
L (IP-tala skráð) 31.7.2024 kl. 01:56
Nýju fötin keisarans rokseljast!
Wilhelm Emilsson, 31.7.2024 kl. 19:42
Hvítt þýðir svart og svart þýðir hvítt og 2+2 eru ekki jafnt og 4.
Nema, nema einhver vísindaleg útskýring sé til staðar?
L (IP-tala skráð) 4.8.2024 kl. 03:50
Sirkus Geira smart!
Wilhelm Emilsson, 4.8.2024 kl. 04:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.