Orð og ofbeldi

Í greininni stendur:

„Þegar fólk er smættað fyr­ir að hafa orðið fyr­ir of­beldi eða það er kallað drusla fyr­ir klæðaburð sinn og hafi þá á ein­hvern hátt verðskuldað of­beldið sem það hef­ur orðið fyr­ir. Þá erum við að reyna taka nafnið drusla til baka og brenni­merkja okk­ur öll sem drusl­ur,“ seg­ir Lísa. 

Sögnin "að brennimerkja" er mjög triggerandi og ofbeldisfull. Er það eðlilegt að vilja "brennimerkja" alla með orðinu "drusla"? Þeir sem vilja nota þetta orð um sjálfan sig mega að sjálfsögðu gera það--ég skil hugmyndafræðina á bak við það--en að þröngva þessu orði upp á þá sem kæra sig ekki um það er allt annað mál. Sýnum hvort öðru virðingu. Brennimerkjum ekki hvort annað með orðum.


mbl.is Finna fyrir auknu mótlæti í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Láglaunakonur sem hafa ekki efni á að klæða sig?

Kvennabarátta er komin á afmarkað svið?

L (IP-tala skráð) 27.7.2024 kl. 01:33

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er mikið til í því. Stéttabarátta hefur að miklu leyti vikið fyrir misvitri menningar-pólitík. 

Wilhelm Emilsson, 27.7.2024 kl. 02:02

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er bara aktívismi knúinn áfram af slagorðum sem hafa litla eða enga tengingu við veruleikann.

Eins og alltaf. 

Ásgrímur Hartmannsson, 27.7.2024 kl. 14:26

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er oft þannig, Ásgrímur. En þegar slagorðum er fylgt eftir með aðgerðum, hefur það áhrif á veruleikann. 

Wilhelm Emilsson, 27.7.2024 kl. 22:46

5 identicon

Upphafið að svonefndri druslugöngu var að kona sem hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi var spurð af rannsóknaraðila i hvaða fötum hún hefði verið þegar glæpurinn var framinn.  Allir sem horft hafa á svo mikið sem einn glæpaþátt í sjónvarpi vita að klæðnaður fórnarlambsins á tíma glæpsins geymir haug af sönnunargögnum og því mikilvægt sönnunargagn til að finna hinn brotlega. Lífsýni og þar fram eftir götunum.

En eins og við var að búast tóku dólgafeministar þetta sem himnasendingu um að feðraveldið teldi að konum mætti nauðga ef þær væru lausgyrtar.  Og eins og er veifað eru stelpuskjátur farnar í fórnarlambsgírinn og farnar í enn eina vælugönguna.

Bjarni (IP-tala skráð) 29.7.2024 kl. 14:50

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Bjarni.  Hún fékk mig til að lesa meira um þetta fyrirbæri. Eins og við var að búast eru ekki allir femínistar sammála um tilgang og áhrif þessara mótmælagangna. 

Wilhelm Emilsson, 30.7.2024 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband