Vandamál?

Í greininni stendur:

Fjöldi fólks hef­ur lýst yfir áhyggj­um sín­um af því að hefðbund­in kynja­hlut­verk séu orðin að tísku­fyr­ir­bæri en bæði Neelem­an og Smith eru heima­vinn­andi og hugsa um börn­in á meðan eig­in­menn þeirra eru úti­vinn­andi. 

Er þetta virkilega vandamál? Mega konur ekki gera það sem þær vilja? Eru óhefðbundin kynjahlutverk góð en hefðbundin kynjahlutverk vond?


mbl.is Hefðbundin kynjahlutverk nýtt tískufyrirbæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fólki er ekki gert kleift að velja, þó svo að aðeins hafi ræst úr síðan amma og afi voru ung. Gátu ekki einu sinni samnýtt skattkort nema að 80% og fæðingaorlof var 2 mán fyrir konuna. En samt gat fólk alið börnin upp á heimilinu til 3-4 ára aldurs, enda ekki kostur á öðru.

Magnús Sigurðsson, 30.7.2024 kl. 06:25

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdina, Magnús. Anna mín sagði stundum, "Það var ekki allt betra í gamla daga."

Wilhelm Emilsson, 30.7.2024 kl. 19:41

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þegar eðlileg hegðun er bara týzkufyrirbæri held ég að það sé stutt í endalokin.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.7.2024 kl. 21:27

4 identicon

Er ekki normið að báðir foreldrar séu útivinnandi og börnin til skrauts?

Hvað er hefðbundið við að ef annað foreldrið er heimavinnandi en sendir samt barnið sitt í 6-8 tíma vistun í vistun?

Sýnist að tískufyrirbærið fjalli um að láta kerfið um uppeldið.

L (IP-tala skráð) 30.7.2024 kl. 23:49

5 identicon

Frelsið er yndislegt segir einhversstaðar.

Sjálfsagt í þann örstutta tíma sem einhver upplifir það.

Lifir fast í minninguni að sjálfsögðu, eins og hvert annað dóp.

L (IP-tala skráð) 31.7.2024 kl. 01:32

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Amma mín" átti þetta að vera, ekki "Anna mín". tongue-out 

Takk fyrir  athugasemdirnar, Ásgrímur og L. Að vinna úti og vera heimavinnandi er hvort tveggja eðlilegt, að mínu mati, Ásgrímur, en það er alveg rétt að ýmislegt sem taldist venjulegt fyrir ekki svo löngu er núna úthrópað af ákveðnum hópum sem óæskileg hegðun, eins og til dæmis að leyfa sér að gagnrýna ákveðna strauma og stefnur í samfélaginu. 

Ég skil hvað þú átt við, L. Mér finnst að börn séu stofnanavædd alltof snemma. Stór hluti af heilbrigðri barnæsku er að upplifa tilveruna og skapa sér sinn eigin heim án aðkomu stofnanna og hugmyndafræði yfirvalda. 

Wilhelm Emilsson, 31.7.2024 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband