Góður/ekki góður maður

„Það er í fyrsta lagi sorg að þessi góði maður og leiðtogi, einn helst leiðtogi Palestínu­manna í bar­áttu fyr­ir friði og frelsi, skuli hafa verið myrt­ur í póli­tísku morði,” segir Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður félagsins Ísland-Palestína, í upphafi greinarinnar. Stuttu síðar segir Sveinn: „Ég ætla ekki að fara dæma. Ég held að það sé Guðs að dæma ekki mín, hver sé góður og ekki góður. Það voru ekki mín orð að hann væri góður maður,“ seg­ir Sveinn.

Það voru bókstaflega orð Sveins í sama viðtali að Ismail Han­iyeh, leiðtogi hryðjuverka samtakanna Hamas, hafi verið góður maður.


mbl.is „Sorg að þessi góði maður“ hafi verið drepinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski að ég fylgist ekki nógu vel með.

En hef ekki séð íslenskar fréttir um öfga hægrið í Ísrael mótmæla handtöku 9 hermanna vegna hópnauðgunar sem átti sér stað í ísraelskri "betrunarstofnun."

" hermenn eru samviska okkar "

Það hlýtur þá að virka beggja megin borðsins?

L (IP-tala skráð) 4.8.2024 kl. 02:35

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það eru áreiðanlega frjálslyndir og íhaldssamir Ísraelar sem mótmæla því sem miður fer hjá ísraelska hernum. Kannanir sýna að tveir þriðju hluti Ísraela styðja hörkulegar aðferðir ísraelska hersins.

Wilhelm Emilsson, 4.8.2024 kl. 04:00

3 identicon

Af þeim 15 árásarþyrlum sem tæmdu skotfæri sín . .

Hvað drápu þeir mikinn hluta sjálfir?

Mearsheimer segir að Ísrael sé búið að vera.

Persónulega þá held ég að Ísrael hafi pálmann í höndum sínum, þrátt fyrir útlegð sína, snillingar í atburðarrás.

L (IP-tala skráð) 8.8.2024 kl. 00:59

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir að kynna mig fyrir Maersheimer, L. Hann minnir mig svolítið á Chomsky. Maður lærir af því að hlusta á hann, þó að margt af því sem hann segir sé ekki endilega sannfærandi.

Wilhelm Emilsson, 8.8.2024 kl. 01:58

5 identicon

Hlustaðu á alla en fylgdu ekki neinum.

Chomski er reyndar sammála Mearsheimer þegar kemur að því hver hafi átt upptökin.

L (IP-tala skráð) 8.8.2024 kl. 02:31

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Hlustaðu á alla en fylgdu ekki neinum." Þetta er ágætis spakmæli, L. Samkvæmt Chomsky virðist allt vera Ísreal og vesturlöndum að kenna, en hann býr nú samt í Bandaríkjunum, þótt honum finnist þau svo ömurlegt. Hvers vegna flytur hann ekki til Kúbu, Venesúela, Íran eða Líbanon?

Wilhelm Emilsson, 8.8.2024 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband