Litla-Hraun

 

Í frétt á Vísi á síðasta ári sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, um Litla-Hraun:

Húsnæðið er kalt, þú getur ekki komist hjá því að hitta hina fangana ef þú býrð hérna. Það er erfitt að sinna meðferðarstarfi af því það eru fíkniefni í boði út um allt þegar þau koma inn. Vinnuaðstaða fangavarða; þeir kalla það tunnuna af því það er gluggalaust rými þar sem er ekki salerni. Þetta er bara gamalt.

Er það náttúrulögmál að fíkniefni séu "í boði útum allt" á Hrauninu? Hefur fangelsismálastjóri enga stjórn á þessu? Það segir sig sjálft að fíkniefni hafa áhrif á líðan og hegðun fanga.


mbl.is Þrír fangaverðir á spítala eftir árás fanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað öfugsnúið við þessi íslensku fsngelsi.

Erlendis þá verður allt vitlaust ef fangar fá ekki dópið sitt.

Kannski Ísland ætti að snúa til vegar betrunar vistar í stað refsi vistar?

L (IP-tala skráð) 4.8.2024 kl. 03:18

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Er ekki hugmyndin í fangelsismálum á Íslandi, eins og á öðrum Norðurlöndum, að um betrunarvist fremur er refsivist sé að ræða. Sá sem drepur annan að yfirlögðu ráði með köldu blóði er komin út eftir átta ár, er það ekki þannig?

Wilhelm Emilsson, 4.8.2024 kl. 04:03

3 identicon

Þekki einn sem drap einn sem nauðgaði honum í sinni æsku.

Fékk að sitja í átta ár að mig minnir.

Þannig já.

Betrun á Íslandi er enginn.

Spurning hvort næsti forseti veitir ekki næsta barnaperra uppreist æru?

L (IP-tala skráð) 8.8.2024 kl. 02:04

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég get ekki alhæft um hvort að betrun sé engin í fangelsum á Íslandi en mér finnst að sitja inni átta ár fyrir morð af yfirlögðu sé dæmi um að kerfið bregðist fórnarlömbum og sé ekki réttlátt.

Wilhelm Emilsson, 8.8.2024 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband