Vegatollar? Nei takk!

Ég segi nú bara eins og Margaret Thatcher, "No! No! No!" Það er ein af grunnskyldum ríkisins að halda uppi þokkalegu vegakerfi, sérstaklega í landi þar sem fólk er skattpínt eins harklega og á Íslandi. Vegatollar eru hrein og klár fjárkúgun og að láta ferðamenn borga meira en aðra er auðvitað gróf mismunun.

https://www.youtube.com/watch?v=rjxz2WGl6KA   


mbl.is Leggur til lausn við samgönguvandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við ættum kannski að byggja upp lestarkerfi áður en vitnað er í frú Thatcher?

þjóðvegir á Íslandi hafa aldrei verið hannaðir til þungaflutninga.

Engin nútímavæðing fólgin í því að eyðileggja þjóðvegi á kostnað almennings eins og einn moggabloggari að austan hélt fram.

Lestarkerfi að jöðrum vestfjarða, frá jöðrum vestfjarða til Akureyrar. Frá Akureyri til Egilstaða.

Vegir um suðurland verði hannaðir til þungaflutninga.

L (IP-tala skráð) 4.8.2024 kl. 02:04

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, um að gera að vegir þar sem mikið er um þungaflutninga séu hannaðir til að anna þeim. Mér finnast lestir frábærar. Hafa Íslendingar efni á lestarkerfi? Ég leyfi mér að vitna í lag AC/DC "Have a Drink on Me": "Forget about the check / We ll get Hell to pay!"

Wilhelm Emilsson, 4.8.2024 kl. 03:51

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

100% sammála þér Wilhelm, og það var álíka gáfulegur ráðherra Sjálfstæðisflokksins og Jón, sem lagði niður ríkisskip á sínum tíma og flutti þar með alla þungaflutninga á vegakerfið. Í N -Noregi er svipuð fyrirkomulag og Ríkisskip voru með á sínum tíma notað til flutninga.

Magnús Sigurðsson, 4.8.2024 kl. 08:49

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Þetta er athyglisverð grein í Bændablaðinu: https://www.bbl.is/frettir/um-258-milljardar-af-5-ara-skatttekjum-af-okutaekjum-ekki-nyttir-til-vegamala en þar segir að um 258 milljarðar af 5 ára skatttekjum (330 milljarða) af ökutækjum ekki nýttir til vegamála.  Það er því alveg innheimt nóg af bíleigendum, en peningarnir fara bara annað  en í vegi og viðhald.

 

Birgir Loftsson, 4.8.2024 kl. 13:08

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir athugasemdirnar, Magnús og Birgir. Það sem þú bendir á, Magnús, skýrir greinilega hluta af vandamálinu. Íslensk stjórnvöld gætu lært meira af Norðmönnum. Birgir, þetta hefur mig og marga aðra lengi grunað og þú sýnir fram á óréttlætið svart á hvítu.

Wilhelm Emilsson, 4.8.2024 kl. 18:48

6 identicon

Jæja.

Ríkið hafði efni á að sóa hundruðum milljarða í byggðasjóð og allskonar annan viðbjóð.

14 jólasveinninn kannski Sjóðaþjóðarþjófur?

Hvað sparar það þjóðarbúinu að eiga góðar samgöngur?

Alveg viss um að ritsjóri morgunblaðsins er ósammála.

Enda höfundur frasans um að það spari þjóðarbúinu ótal helling ef allir eða flestir búi á höfuðborgarsvæðinu.

Betri samgöngur á milli landsbyggða eru einfaldlega nauðsyn ef á að bæta hag og lýðgæði þjóðar.

L (IP-tala skráð) 8.8.2024 kl. 00:17

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Betri samgöngur á milli landsbyggða eru einfaldlega nauðsyn ef á að bæta hag og lýðgæði þjóðar." Hjartanlega sammála!

Wilhelm Emilsson, 8.8.2024 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband