Ræðuhöld
7.8.2024 | 07:42
Ég byrjaði að hlusta á ræðuna sem Tim Walz hélt, en ég nennti ekki að halda áfram. Hann minnir mig á sjálfumglaðan verkalýðsforingja sem þykist vera "maður fólksins" en er bara klisjukendur kerfiskall. En ég bíð spenntur eftir kappræðum Kamelu Harris og Donalds Trumps. Ég trúi ekki öðru en að þær fari fram. Þá verður nú gaman að lifa.
Fyrsti kosningafundur í fullum sal í sveifluríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Pútin var spurður hvort hann gæti haft áhrif hver yrði næsti forseti bandaríkjanna.
Svarið var einfalt.
" það er búið að ákvarða stefnu bandaríkjanna áður en næsti forseti tekur við völdum "
Nokkuð rökrétt?
Sjálfsagt ekki fyrir samsæriskenninga nöttarana?
L (IP-tala skráð) 8.8.2024 kl. 01:18
Og hver ákveður stefnuna að mati Pútíns? En það er rétt að það er ekki eins mikill munur á því hvort forsetinn er demókrati eða repúblikani eins og margir halda.
Wilhelm Emilsson, 8.8.2024 kl. 02:15
Allt það virðist það ekki skipta máli.
Auðvitað martröð lýðræðis að tveir pólar tíkinni lýðræðis séu að mestu sýnilegir.
L (IP-tala skráð) 15.8.2024 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.